Skírnir - 01.01.1929, Side 218
212
Um Vilhjálm annan.
ISkírnir
fóru um Evrópu og skoruðu á stórveldin til meðalgöngu,
svo að erindi þeirra hafi ekkert orðið. Þá hafi og Rússar
og Frakkar viljað fá Þjóðverja í lið við sig, til þess að
kúga England til friðar, en hann hafi þverneitað að vera
riðinn við þau samtök. Sannleikurinn var þó sá, að hann
hafði upphaflega blásið að kolunum, að slík samtök yrðu
gerð, en gugnað þegar á átti að herða. Ennfremur segist
keisarinn hafa tekið sig til, þegar sem óvænlegast horfði
fyrir Englendingum, og samið sjálfur herfarar-áætlun handa
þeim, og hafi svo undarlega viljað til, að Roberts Iá-
varður hafi tekið upp nálega sömu hernaðar-aðferð, sem
þar var gert ráð fyrir! Vitanlega var þetta ekkert annað
en fráleitt fleipur, sem enginn maður lét sér koma til hug-
ar að leggja trúnað á. Loks minnist keisarinn á þýzka
flotann og kveður Englendingum óþarft að óttast hann,
því að honum sé aðeins ætlað að skakka leikinn á Kyrra-
hafinu og halda Japönum í skefjum.
Þetta var aðalefni samtalsins. En er það birtist, var
sem kveikt væri í allri álfunni. Ensku blöðin froðufelldu
og mótmælum rigndi niður úr öllum áttum, — frá París,
Róm, Pétursborg og Tokio. Og nú reis þýzka þjóðin loks
á fætur. Hún hafði nú þagað í 20 ár, meðan keisarinn
lét dæluna ganga. En nú urðu allar stéttir og allir flokk-
ar sammála um, að framferði hans væri óþolandi. Hann
hafði margsinnis gert sjálfan sig og þjóðina að athlægi, en
stofnað ríkinu i voða með málæði sínu. Það þótti tíðind-
um sæta, en var þó í sjálfu sér mjög eðlilegt, að engir
létu óánægju sína skorinorðar í Ijós, en þeir sem konung-
hollastir voru, íhaldsmennirnir. Höfðu þeir ráðagerðir um
að láta Vilhjálm segja af sér, en son hans taka við völd-
um. En þá hélt Búlow kanzlari ræðu í rikisþinginu, þar
sem hann kannaðist við, að keisaranum hefði yfirsézt. Lýsti
hann því yfir, að keisarinn myndi framvegis verða var-
kárari: »að öðrum kosti myndi hvorki ég né nokkur eftir-
manna minna geta borið ábyrgðina« (á orðum hans). —
Létu menn þá sefast og kyrrðist þjóðin bráðlega. En
það eitt er víst, að Vilhjálmi hefði orðið það til ómet-