Skírnir - 01.01.1929, Page 228
Ritfregnir,
Guðbrandur Jónsson: Dómkirkjan á Hólum í HjaltadaL
Lýsing íslenzkra miðaldakirkna. Rv. 1919—29.
Ritgerð með þessu nafni er að koma út í Safni til sögu íslands.
Verður hér að eins vikið að einu atriði þeirrar ritgerðar, enda er
fuligengið frá því af hendi höfundar, þó að ritgerðin sé ekki komin
út öll. Höf. birtir skrá um það, hvaða dýrlingum íslenzkar kirkjur
voru heigaðar í katóiskum sið. Segir höf. um skrána: »er hér sett
skrá yfir þær islenzku kirkjur á miðöldunum, sem nú þekkist nafn
og verndardýrlingur eða verndardýrlingar að« (bls. 29). Og enn segir
höf. um skrána: »Þó að skrá þessi sé ekki tæmandi, öðruvísi en svo,
að allt, sem nú er kunnugt um helgun kirknanna á miðöldunum
kemur þar tii skila« o. s. frv. (bls. 55—56). Höf. fullyrðir hiklaust, að
skráin sé tæmandi, að þvi er heimildir hrökkva til. Hafa áður verið
birtar tvær skrár um þetta efni og var því ástæðulaust að birta nýja,
ef ekki voru þrautkannaðar heimildir. — Nú er ritgerð þessi gefin
út af Bókmenntafélaginu og þess ennfremur getið, að »tveir fyrstu.
kaflar rits þessa eru sæmdir verðlaunum af Gjöf Jóns Sigurðssonar«
og er skráin í fyrri kaflanum. Ætti því að mega telja vist, að um
fulla vandvirkni væri að ræða. Þar sem svo reynist ekki, virðist mér
Bókmenntafélaginu bera skylda til, að bæta um að nokkru, og bið
því Skírni fyrir eftirfarandi athugasemdir. — Ætlaði ég að nota
skrána, vegna athugunar á skyldu efni, en hafði ekki það gagn af,
sem ég vildi. Með nokkurri athugun hef ég orðið var við eftirfar-
andi og efa ég ekki, að enn megi um þetta bæta:
1. Á á Rangárvöllum. Höf. telur kirkjuna helgaða Maríu einni.
Vitnar í Oddgeirsmáldaga (D. I. III, 266). En einmitt þar stendur, að
kirkjan sé Maríukirkja og Jóhannesar skirara (sbr. og Hítardalsbók
D. I. III, 218 og Vilkinsmáldaga D. I. IV, 87).
2. Alcrar i Blönduhlið. Þessa kirkju vantar í skrána. Er til mál-
dagi hennar frá 1382 og er hún »helguð guði og hinum heilaga Petro
postula« (D. I. XII, 26). — Og enn getur helgunar Akrakirkju í vísi-
tazíugerð Jóns biskups Vilhjálmssonar frá 1432. Segir þarsvo: »Item
á Ökrum hálfkirkja, ecclesia sancti Johannis Holensis episcopi« (D. I.
IV, 511). Ekki getur leikið vafi á, eftir sambandinu, að um er aö