Skírnir - 01.01.1929, Side 229
Skírnir]
Ritfregnir.
223
ræða Akra i Blönduhlíð, enda telur dr. Jón Þorkelsson svo hiklaust.
Ekkert þarf að vera þvi til fyrirstöðu, að um sömu kirkju sé að ræða
á báðum stöðum, þvi að bæði eru ýms dæmi til þess, að kirkjur
skiftu um verndardýrlinga og eigi síður hins, að ekki væru nefndir
allir þeir dýrlingar, er þær voru helgaðar. En útilokað þarf ekki að
vera, að um tvær kirkjur sé að ræða, enda er talað um Syðri-Akra
í máldaganum, en Akra í vísitazíugerðinni og tveir eru bæir enn með
Akra nafni í Blönduhlíð. Höf. getur um hvorugan þessara staða. —
Aftur á móti segir höf.: »engin kirkja helguð Jóni biskupi (Ögmunds-
syni) þekkist, nema ef til vill Hóladómkirkja- (bls. 35 neðanmáls).
Reynast þessi ummæli þá röng. — í þessu sambandi má geta þess,
að í Hitardalsbók stendur um Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd:
»Jóns kirkja biskups« (D. I. III, 223). Ef þetta væri rétt, gæti vart
verið um annan Jón biskup að ræða en Jón Ögmundsson. Tveir elztu
máldagar Saurbæjarkirkju geta ekki helgunar hennar (D. I. I, 264;
III, 67), en í yngri máldögunum, Vilkins og Stefáns (D. I. IV, 197;
VII, 54), er hún talin helguð Jóhannesi skirara. Verður þvi að teljast
sennilegra, að um mislestur eða misritun sé að ræða: biskups fyrir
baptista.
3. Barð I Fljótum. Höf. telur kirkjuna helgaða heilögum krossi
og Olafi konungi og telur, að kirkjan hafi verið nefnd Krosskirkja.
Eini staðurinn, sem höf. vitnar til, er máldagi Ólafs Rögnvaldssonar,
en þar er ekki sagt það síðarnefnda (D. I. V, 254). En i staðarbréfi
handa Barðspresti, sem Qottskálk biskup síðari gefur út 9. júní 1512,
er kirkjan kölluð »ecclesia sancti Olavi regis et martiris apud Bard
in Fljótum* (D. I. VIII, 384).
4. Bergsstaðir í Suartárdal. Höf. telur þá kirkju helgaða Ólafi
helga og Tómasi erkibiskupi. Vitnar í máldaga Péturs biskups Niku-
lássonar (D. I. III, 544) þvi til sönnunar og bætir við neðanmáls:
»Ólafs máldagi Rögnvaldssonar (D. I. V, 358) segir kirkjuna helgaða
Ólafi og Þorláki, en það er eftir atvikum rangt« (bls. 31). Höf. gerir
ekki grein fyrir, hver þau atvik eru, enda mun það torvelt. Einmitt
i Pétursmáldaganum er kirkjan talin helguð Ólafi og Þorláki, en ekki
Ólafi og Tómasi erkibiskupi, sem höf. þó segir. Og enn er til trans-
skrift af máldaga Bergsstaðakirkju frá 1544, þar sem kirkjan er talin
helguð Ólafi og Þorláki (D. I. XII, 95). Eru þannig fyrir þvi þrjár
full-öruggar heimildir og verður »eftir atvikum« að teljast fullvíst.
En fyrir því, sem höf. segir, hefi ég ekki getað fundið neinn stað.
5. Berunes. Höf. getur þess réttilega, að sú kirkja er talin helg-
uð Maríu mey einni i máldaga Vilkins biskups. En höf. lætur þess
ógetið, að í hinni elztu sögu Guðmundar biskups góða segir: »því
að þar var Péturskirkja á Berunesi í Austfjörðum« (Bps. I, 453 neð-
anmáls). Af orðalagi sögunnar að öðru virðist sennilegast, að kirkj-
an hafi verið báðum helguð.