Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Page 106
100
Árni Þorvaldsson:
[ iðunn
(bæði munnleg og skrifleg) og eru því prófseinkunn-
irnar 13. Neðstu bekkirnir þrír eru: gagnfræðadeild,
en efstu þrír bekkirnir: lærdómsdeild. Allar náms-
greinarnar eru hafðar undir í einu og er hver þeirra
kend svo og svo margar stundir á viku. Þýzka,
franska og latina eru þó að eins kendar í lærdóins-
deildinni. í hverjum bekk stendur kensla yfir 6
stundir á dag (frá kl. 8 árd. til kl. 2 síðd.). Skyldir
eru nemendur að sækja allar kenslustundir og að
koma í þær vel undirbúnir, og er seinni hluti dags
ætlaður þeim til undirbúnings undir þær. Til þess
að nemendur séu fluttir upp úr bekk sínum upp í
næsta bekk fyrir ofan, verða þeir að ganga undir
árspróf þess bekkjar, sem þeir eru í, og standast það.
Við próíin er kunnátta nemandans dæmd með ein-
kunnum, sem gefnar eru í heilum töluin frá 0 til 8
(lægsta einkunn núll, hæsta 8). Hver kennari prófar
í sinni námsgrein. Við ársprófin er einn prófdómandi;
við aðalprófin: gagnfræðapróf og stúdentspróf, tveir.
Til þess að standast próf útheimtast tvö skilyrði: að
ná vissri stigatölu eða meðaleinkunn í ölluin grein-
um samanlögðum og að fá ekki 0 i íleiri en einni
námsgrein. Vetrareinkunnir eru og gefnar, og eru þær
hinar sömu og áður var um getið, en að eins gefnar
þrisvar á ári og svo tekið meðallal af þeim, sem er
lagt við prófseinkunn í greininni og síðan deilt með
2. Kemur þá fullnaðareinkunn skólanemenda í náms-
grein hverri út.
Svona er fyrirkomulagið við hinn almenna menta-
skóla Reykjavíkur, og nokkuð svipað þessu er fyrir-
komulagið í all-flestum þess konar skólum bæði hér
á landi og á Norðurlöndum.
Ég ætla nú í stuttu máli að benda á verstu ann-
markana og gallana, sem eru á þessu fyrirkomulagi.