Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Page 139
IÐUNN]
Súsamel.
133
Hún þagnaði og leit niður fyrir sig eins og utan
við sig.
— Það er klúturinn, sem hann gaf mér einu sinni
• .. og ég hefi ekki þorað að minnast á, af því að
Súsamel er illa við Jakvist .. . en um þetta veit Kaisa.
... Og nefni hún það, þá hjálpi mér guð! ...
— Þú ætlar þá ekki að segja frá neinu? — spurði
hún aftur og horfði áhyggjufull og rannsakandi aug-
um á mig.
Þá skildi ég ekki til fullnustu, hvernig í öllu lá;
en þó sá ég sem í þoku, að Súsamel mundi vera
afbrýðissamur við Jakvist.
Skömmu síðar var alt aflur gleymt og við Nóra
fórum í sameiningu að veiða krabba niðri milli stein-
anna í fjörunni.
IJegar Súsamel kom heim aftur, mátti sjá heilan
hóp krabba labbandi í sandgróf einni uppi við gras-
balann.
Mörgum árum síðar leit ég aftur Tromsö. Það var
sama litla eyjan með bæinn og höfnina í kjöllu sinni,
hrýnd birkiskógum og blómlegum bændabýlum, er
speglaði sig svo undur-fagurlega í sumarlygnu sund-
Jnu. þá leit ég aftur duggurnar, vörugeymsluhúsin
°g bryggjurnar, sem ég kannaðist svo vel við; — en
niargt var þó orðið öðruvísi.
Fólkið var breytt. f*að voru komnar nýjar götur
°g jafnvel ný kirkja; en, þótt hún væri fögur, fanst
fttór hún ekki geta jafnast við gömlu, rauðu kirkj-
Una, sem ég mundi svo vel eftir og öll fögru brúð-
hjónin höfðu verið gefin saman í.
Með gömlum félaga, sem nú var orðinn ráðsettur
borgari, virti ég fyrir mér alla leikvellina okkar og
°i'ustuvellina forðum daga. En niðri við gömlu haf-
skipabryggjuna fanst mér ég eiga ekki heima lengur.