Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Page 140
134
Jónas Lie:
[ IÐUSN'
Þar áttu í fyrsta lagi að vera búðardyrnar með hvítu
hurðinni, þar sem Anton Knoil' hafði setið sunnu-
dagskvöld eitl og skaut af boga sínum hverri örinni
á fætur annari, þangað lil hann hæfði Schnabel
kaupmann í fótinn og örvaroddurinn fór á kaf í
lærið á honum, um leið og hann kom út úr búðar-
dyrum sínum.
Þær dyr og sú hurð var nú horfin.
En ég saknaði líka lágu, breiðu lorfþekjunnar, þar
sem við höfðum leikið okkur svo oft, ílogist á og
lagt á flótta, er í nauðir rak. Ég velti nafninu nokkra
stund fyrir mér; loks mundi ég það þó og sagði:
— En ... en ... torfþekjan hjá Kiel?
Hann hió.
— Já, manstu eftir henni?
Það var eins og hann dveldi nokkra stund þögull
við endurminningar sínar, svo mælti hann:
— Við erum löngu búnir að sópa öllu því drasli
burt; við þurftum að nota svæðið. —
Ég slóð hugsi. ... Fjöldi minninga leið um huga
mér: Bardaginn hjá Kiel, þá er Rússarnir höfðu flúið
niður þekjuna og nokkrir þeirra höfðu verið bornir
á trjám niður á bryggjuna, — þetta stóð mér nú alt
aftur lifandi fyrir liugskotssjónum.
— En — Súsamel? — spurði ég.
— Súsamel! — Veiztu það ekki! — Hann er brjál-
aður. ... Hann kramdi konu sína til bana í örmum
sér. ... Hann er í varðhaldi út af fyrir sig. Enginn
þorði að taka að sér að fiytja hann á geðveikrahælið
í Þrándheimi. Pað hefði verið álíka erfitt að flytja
þangað fíl.
Nú er hann raunar heilbrigður með köflum, og ég
held það væri óhælt að láta hann ganga lausan; en
sjálfur vill hann helzt fá að silja kyr í varðhaldinu.
Það tók mig langan tima að kingja öllum þessum
frétlum, sem dundu }rfir mig eins og þruma úr lieið-