Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 12
8
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
þessa hluta orðtengðafræðinnar;
því þeir hafa leift drögin drjúg-
ust til hennar, þótt þeim hafi lít-
ill gaumur verið gefinn af lærð-
um sem leikum. 1 Frumpörtum
íslenzkrar tungu Konráðs Gísla-
sonar er margra atriða getið, sem
lúta að orðtengðafræði, og hið
sama í hinni ágætu orðahók,
Cleasby, Guðbrandar Vigfússon-
ar. Undir hverjum staf er þar
getið um stafaskifti innan tung-
unnar og eins um staffærslu milli
tungna og þar að auki eru orð-
tengðir erlendar raktar aftan við
helztu orð eða fjölda af þeim á
þessa leið, t. d.: Kálfr, m. (Gotn.
Kalbo, Engilsaxn. cealf, Forn-
þýzka chalba, P ý z k a Kalbe,
Sænska Kalf), eða kýr, f. (sam-
eiginlegt öllum þýðversltum tung-
um og eins Latín. bos, Grísku
Bous). Er þetta allt saman liinn
mikilvægasti fróðleilmr og hin
bezta hjálp hverjum, sem vill fást
við orðtengðafræði íslenzka, þótt
merkileik hennar fyrir aðrar
tungur gæti þar ekki, vitaskuld,
því tilgangur orðabókarinnar er
að skýra orð, en ekki sá að rekast
í upphaflegri eða eiginlegri merk-
ingu þeirra. Hljóðskiftið er að-
al orðmyndunarlind tungunnar,
komið eingöngu eða að mestu
leyti af sterkri sagnbeyging, og er
áríðandi að hafa hljóðskiftið hug-
stætt, er til orðtengðafræði kem-
ur eða orðtengðarakninga. Orð-
myndanin fer eftir sagnbeyging-
um, eins og kunnugt er og fyrir
bragðið er hægt að ráða til sagn-
beyging'ar : af orðmyndaninni.
Allir kannast vel við tengð milli
orðanna: bindari, band, benda,
bast, bátr, byndi, buna, því öll eru
þau á beygingarslóð sagnarinnar
binda og fara með merkingar á-
þekkar hennar. Buna merkir
.strengur og svo það, sem eins og
bindst saman af aflshraða, Bjarni
buna; sbr. Signrðr ullstrengr,
bunustokkr, blóðbuna. Væri sögn-
in binda nú höfð veik eða væri
hún ekki til í málinu, þá væri
lieimilt að álykta af orðUnum að
framan að liún væri að réttu lagi
sterkbeyg eða að hún hefði verið
til. Allir finna það, enda færir
orðtengðafræðin manni heim sann-
inn um það, að margar sagnir
séu sterkar að réttu lagi, sem nú
eru hafðar veikar, og að tungunni
hafa týnst sterkar sagnir. Sumar
sagnir hafa tvær beygingar; eru
bæði sterkar og -ra-bevgar og
renna þá orð af hvorritveggja
beygingunni eða geta runnið.
Um síðari beyginguna er þá að
gæta þess, að fortíðar-stofnhljóð-
ið getur verið e, ö eða æ eða ey,
því stafir þessir skiftast á í stofn-
um sagnanna, og að r-ið í beyg-
ingarviðskeytinu skiftir við ð.
Til að m}mda. sögnin slá, sló, sleg-
inn beygist líka slá, slöra, slörinn.
Af sterku beygingunni renna
tengdirnar: slag, slá, sleggja,
slátta, sló(g) (í horni kvk.; úr
fiski hvk.), slý, slægr o. fl., en af
hinni sleði, slen, slör (andlits-
blæja), slys, slóði, slæða, slöðra
o. fl. Orðtengðafræðin hermir
frá því, að fleiri sagnir séu -ra-
beygar en málmyndalýsingar telja.