Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 54
50
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ur. Flutti Stephan þar (í sam-
sætinu) la-æðið sitt “Kveldúlfs-
minni, ” sem prentað er í “And-
vökum” (fjórða bindi) , og var
'kvæðið ágætlega vel flutt. Sam-
koman var fjölmenn, og var það
eitthvert hið rausnarlegasta miðs-
vetrar-samsæti, sem Islendingar
vestan liafs liafa haldið.—Steph-
an dvaldi um nokkurn tíma í
Yancouver, og ferðaðist svo um
Flestar íslenzkar bygðir á Kyrra-
hafsströndinni, og var honum al-
staðar vel fagnað. — Eg heyrði
hann flytja kvæðið “Kveldúlfs-
minni.” Eg heyrði hann líka
flytja kvæðið, sem hann orti til
vinar síns Eggerts Jóhannssonar.
Það kvæði flutti hann í samsæti,
sem var haldið í húsi Þorsteins S.
Borgfjörðs. 0g alt af bar Steph-
an kvæðin fram skýrt og blátt
áfram. Enn var hann kátur og
ljúfmannlegur og lék á als oddi,
eins og glaðvær æskumaður. —
Sórstaklega man eg eftir því, að
hann dáðist að ströndinni. Hún
minti hann á ísland, að líkindum.
Hann segir í kvæðinu “Með fjör-
um fram”:
“ÞaS var æsku-unin mín aö sjá
Út á víSi, sveitar-bænum frá—
Ægir, eg varS fundi þínurn feginn !
Hún er ættgeng þörfin mín á þér.
ÞaS er líka eins og hugsun hver
Stígi upp úr hafi hrein og þvegin.’
Og svo er líka þetta:
“— Hér er altaf einhverstaSar nær
íslendingur, 'því er mörk og sær,
Borg og sveitir, ikostulegri og kærri.”
Þar næst sá eg Stephan vorið
1924. Eg fór í júnímánuði með
þeim dr. J. P. Pálssyni og Jóni
kaupmanni Hallgrímssyni Oood-
mundson (frænda mínum) vestur
til Markerville í Alberta, til þess
að heimsækja Stephan. Ókum við
alla leið í bifreið læknisins. Yar
veður liið bezta og vegir góðir
Við vorum þrjá dag'a hvora leið,
og þrjá sólarliringa dvöldum við
hjá Stephani. Mér þótti fagurt
umhorfs í Alberta nýlendunni ís-
lenzku. Og ánægjulegt var að
heimsækja. Stephan og fólkið hans
— konuna lians og börnin — sem
tók okkur með opnum örinum
gestrisninnar. Við gengum stuud-
um með Stephani út um engi og
haga, yfir hóla og lautir. Og eg
rendi oft augunum vestur til
fjallanna, þó þau væru oft liulin
þoku, þá daga, sem eg dvaldi þar.
En áin IJuld (Medicine River)
rann í ótal bugðum gegnum ný-
lenduna og minti mig á kvæðið
“ Hirðinginn, ” og fleiri kvæði
Stephans. Huld er eins og lækurinn
í kvæðinu lians Tennysons: hún
heldur ávalt áfram, þó mennirnir
komi og fari. — Eitt kvöldið
sýndi Stephan okkur grafreit
fólksins síns, og benti hann mér á
þann reit, er hann ætlaði sér — í
norðaustur-horni garðsins. Eg
spurði hann, af hverju að hann
hefði valið þennan sérstaka blett
handa sér. “Af því eg vil vera
sem allra næst íslandi,” svaraði
hann. — Þegar við (dr. Pálsson,
Jón og eg) lögðum á stað heim-
leiðis, þá fylgdi hann okkur til
Jnnisfail (um 16 mílur) og kvaddi