Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 91
JÓN BISKUP GERREKSSON
87
En sízt mun konung liafa óraÖ
fyrir 'þeirri mótspyrnu, er Jón
biskup varð að lyktum fyrir af
hendi Islendinga.
Jón Gerreksson kemur ekki út
til Islands fyrr en sumarið
143035), hafði hann veturinn áður
dvalizt í Englandi. Tók biskup
land í Hafnarfirði36) miðvikudag-
inn fyrir Jónsmessu (þ. e. 21.
júní). í Nýja Annál segir svo
um komu biskups hingað til lands:
“Kom lierra biskup af Eng-
landi til, því hann hafði setið þar
áður um veturinn. Fylgdu hon-
um margir sveinar þeir, er dansk-
ir létust vera; voru þeir flestir til
lítilla nytsemda landinu, hirði eg
því ekki þeirra nöfn að skrifa.
Tveir prestar komu út hingað
með herra Jóni Skálholtsbiskupi,
hét annar Mattheus en annar
Nikulás. Sigldi Nikulás prestur
samsumars aftur og með margar
lestir skreiðar vegna biskups, því
honum var auðaflað fiskanna og
annara liluta, því að landsfólkið
varð nokkuð bráðþýtt við biskup-
inn”37).
35) Staðið hefir hann þó skil á embœttis-
gjöldum sínum fyrir þann tlma, eins og
kvittanir, sem enn eru til, sýna, sjá Dipl.
Isl. VIII. nr. 23 (bls. 28), nr. 24 (bls. 29),
og nr. 25 (bls. 30).
36) 1 Hist. Tidskr., bls. 224 er sagt, að bisk-
up hafi tekið land í Fanarfirði (Fanar-
fjorden). En þessi missögn byggist á rit-
villu I sumum af handritum Nýja-Annáls,
sem Gustav Storm hefir ekki gáð að leið-
rétta I annálafltgáfu sinni, sbr. Islandske
Annaler ved Gustav Storm (Chria. 1888),
bls. 295. Er villan þaðan komin inn I rit-
gerð G. Djurklous I Hist. Tidskr. Dr.
Hannes porsteinsson hefir leiðrétt þetta 1
annálaútg. sinni, sjá Ann. ísl. I, 1, bls. 27
I nmgr.
37) Annales Islandici (útg. Bmf.) I, 1, bls. 27.
Vart verður nú nánara skýrt
frá komu Jóns biskups hingað til
lands en gert er í þessari heimild,
enda má talsvert lesa út úr frá-
sögn liennar, þótt stutt sé.
Jón Gerreksson kemur út hing-
að skuldugur, m. a. eftir veturvist
sína í Englandi. Því verður hon-
um það fyrst fyrir að snapa sam-
an fisk til að lúka með þessar
skuldir sínar. Er eigi ósennilegt,
að biskup hafi etið og drukkið ó-
spart um veturinn á Englandi upp
á vonina í íslenzkum afurðum, sem
löngium urðu handhægar1 erlend-
um eyðsluseggjum, sem settir
voru yfir Islendinga. En til þess
að eiga hægara með að koma sínu
fram við “óþjóð” þá, er biskup
skyldi nú kippa á sálulijálpar-
braut og ef til vill einkum til þess
að auðveldara yrði að framfylgja
væntanlegum fjárkröfum, liefir
honum litizt lientugt að liafa
sveina með sér. Má ætla, að þess
vegna hafi hann stigið hér á land
umkringdur e. k. lífvarðarsveit.
Hitt er annað mál, hve. valið lið
hans var, og livern hemil væri að
vænta, að maður sem Jón Gerreks
son mundi geta liaft á hinum út-
lendu sveinum, eftir að þeim hafði
einu sinni verið lileypt hér á land.
Sveinar Jóns Bislcups voru
þrjátíu að tölu. IJafa þeir löng-
um verið taldir írskir að uppruna
og óaldarseggir. Jón Egilsson
kemst þannig að orði um þá í
Biskupa-annálum sínum38) :
“bislcup Jón Gerreksson, hann
38)Safn t. s. ísl. I, bls. 34.