Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 74
70
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
“Ekki má eg fara út í sum þau
málefni, sem þú víkur á,” skrifaði
liann, “á meðan eg er í þjónustu
minnar þjóðar og ber hennar ein-
kennisbúning, enda gagnslaust.
En samdóma er eg þér í því, að
mál sýnist komið til þess, að
heimurinn stjórnaðist fremur af
viti og lögum, en vólum og tækj-
um til að eyðileggja líf og eignir.
Til iþes.s að bnekkja og þá því
fremur til að kollvarpa jafn rót-
gróinni skoðun og- venju eins og
þeirri, að heraflið eitt skuli skera
úr þrætumálum þjóðanna, — til
þess þarf undirferlislaus samtök
og samvinnu, ekki tveggja eða
þriggja, heldur allra þ j ó ð a.
Hverjir menn eru vaxnir því að
sameina sundurléitar skoðanir?
Sannarlega ekki málskúmarnir,
eða, æsingamennirnir, sem gapandi
standa og blaðra um alt og ekkert,
á öllurn mannamótum í öllum
löndum. Nei, geti nokkur flokkur
manna nokkru áorkað í ])á átt, þá
eru það þeir, sem staðið hafa í
stríði og vita hvað ])að þýðir. Og
það eru þá ’ekki síður eiginkonur,
mæður, systur eða dætur þeirra,,
sem annaðtveggja liafa látið líf
sitt á vígvelli eða komið þaðan
svo illa leiknir, að betri hefði ver-
ið bráður dauði.”
----Ýpur-grendin var nú síð-
an í júní algerlega á valdi Cana-
da-manna og var þá sókn á því
svæði að mestu lokið. 1 júlí var
byrjað að senda. Canada-menn inn
á. Frakkland, suðaustur í Somme-
héraðið og voru þeir orðnir um
eða yfir sextíu þúsundir alls yfir
á því svæði, í lok ágúst-mánaðar.
Og í b yrjun september var þar
hafin sókn er hélzt uppihaldslaust
að lieita mátti fram um miðjan
marz-mánuð1 næsta vetur. Að
undantelaium nokkrum mann-
skæðustu orustunum í Ýpur-grend-
inni háðu Canadamenn sína stór-
fenglegustu orustu 15. september
1916, í grend við og um smáþórp,
sem Courcelette heitir. Hafði
þorjíið lengi verið á valdi Þjóð-
verja og var eitt þeirra traustasta
vígi í iSomme-héraðinu. Yar til-
gangurinn að taka þorpið af ó-
vinunum, en fyrst þurfti að reka
þá af meir en fermílu reit, sem lá
á milli þorpsins og fremstu fylk-
inga Canada-manna. Eftir að
steypt hafði verið látlausri stór-
skotahríð um fleiri klukkustundir
yfir þennan litla reit, gekk fót-
gönguliðið fram klukkan sex að
morg'ni hins fimtánda og varð
þaðan af ekkert hlé á sókn fyrr en
klukkan sjö um kvöldið, en þá var
Courcelette-þorpið á valdi Cana-
da-manna.
Þennan mikilvæga signr mátti
að nokkru leyti þaklca því, að í
þessari orustu kom fyrst fram
stálvarði drekinn brezki, sem
augnalaus að virtist, skreið og
hlykkjaðist yfir og í gegnum alt
sem á vegi hans varð, og spúði
eldi og kúlum í óþrotlegum mæli
ofan í víggrafir Þjóðverja og á
vígi þeirra stór og smá. Ekkert
vopn stóð á húð þessa hræðilega
marglita dreka. .Sprengikúhir
dundu á hrygg hans, en höfðu ekki
meiri verkanir en haglkorn á hús-