Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 86
82
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
að ekki hafði erkibiskup fyrir því
að kveðja staðarmenn eða skipa
fyrir um neitt það, er laut að
kirkjustjórn, í fjarveru sinni.
Það eitt var kunnugt, að liann fór
fyrst til Stokkhólms. En sumir
liugðu, að hann mundi ætla að
fara alla leið til Eóms. Þetta
varð þó eigi að sinni. Rúmum
mánuði síðar kom hann á ríkis-
þing, sem háð var í Kaupmanna-
höfn. Sat þar margt stórmenni,
bæði konungur og biskupar, en
auk þess voru komnir þar þeir
meðbiðlarnir Ludbert og G'ott-
skálk. Kærði Ludbert mál sín á
þinginu, og lögðu þeir félagar þau
í dóm könungs. Var erkibiskup
Lundar ásamt öðrum biskupum
settur til að dæma í málum þess-
um, og var úrskurður þeirra á þá
leið, að Ludbert skyldi ganga að
eiga festarkonu sína, en Gott-
skálk missa hennar fyrir fult og
alt.
En auk þessarar ívilnunar
krafðist Ludbert margvíslegra,
skaðabóta af Gottskálki. Svaraði
hann því sem var, að erkibiskup
hefði ráðið framferði sínu í mál-
um þessum og skelti allri skuld-
inni á hann. Fór Gottskálk jafn-
vel fram á það, að auk sjálfsagðra
skaðabóta til Ludberts, bæri erki-
biskupi að greiða sér bætur fyrir
öll þau útgjöld og þær svívirðing-
ar, er hann hefði fengið af mála-
vafstri þessu.
Jón Gerreksson svaraði í mesta
styttingi, að dómur sinn í málum
þessum væri fullkomlega réttmæt-
ur og skyldi haldast óhaggaður,
hverju sem tautaði. Hafði liann
svipuð stóryrði í frammi sem
hann háfði áður látið fjúka við
Ludbert22), og það þótt sjálfur
konungur og annað stórmenni
væri viðstatt. Yakti þetta mikla
gremju og varð til þess, að kon-
ungnr skipaði ráðinu að meta slíkt
framferði til refsingar. En er
dómur þessi var lesinn upp, íeizt
Jóni Gerrékssyni ekki á blikuna,
enda varðaði fullnæging dómsfns
velferð lians. Tók biskup því það
fangaráð að auðmýkja sig og
leggja öll mál sín á konungs vald.
Kvað hann sér það ljóst, að hann
mundi að þessu sinni bera lægra
hlut. En sakir fornrar velvildar
konungs sér til handa, lézt hann
óliræddur að trúa honum fyrir
málum sínum, jafnvel þótt kon-
ungnr lie'fði eitthvað misjafnt um
sig fram að færa23).
Þetta hreif. Konungur blíðk-
aðist þegar í stað og kvaðzt
mundu sýna erkibiskupi alla þá
linkind, sem í sínu valdi stæði.
Hins vegar þorði hann ekki að
missa sjónar af Jóni Gerrebssyni,
enda rigndi þeim kærufjölda yfir
erkibiskup, að konungi fór ekki
að lítast á blikuna, ef hann yrði
látinn einráður, hvað þá sendur
aftur til embættis síns í Svíþjóð.
Var páfa nú sent skjal, þar sem á
var rituð skýrsla um afbrot erki-
biskups, því að eigi treystist kon-
ungur að leyna hinn heilaga föð-
ur slíkum afbrotum, sem Jón
22) Hist. Tidskr., bls. 207.
23) Hist. Tidskr., bls. 207-208.