Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 84
80
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉRAGS ÍSLENDINGA
ilja og vitni þeirra til funda. Gekk
þetta í nokkuru þófi, en Ludbert
veitti iþó betur; var framburður
vitnanna honum einkum í vil.
Krafðist hann 'þess nú, að erki-
biskup staðfesti heit þeirra, en
hann þæfðist við. Skyldi málið
dæmt í Uppsölum, og hlutaðeig-
endur mæta 'þar fyrir ehkibiskupi
og ráði hans. En þetta leiddi til
þess, að Jón Gerreksson tók Hell-
eku í fulla vernd sína og lét föru-
nauta hennar fara leiðar sinnar.
IJafði liann hana síðan með sér til
Stokkhólms. Yar Imn þar með
ráðurn hans heitbundin öðrum
manni, sem (hét Gottskálk Sever-
inghusen, og skyldi hann verða að-
stoðarmaður erkibiskups við fjár-
vörzlu gegn vernd lians í hjúskap-*
armálunum.
Komu nú enn kröfur fram af
hendi Ludberts, og skaut hann
máli sínu til erkibiskups í Lundi.
En Jón Gerreksson var hinn þver-
as’ti og kvaðst ekki vita til þess,
að þennan embættisbróður sinn
varðaði málið hið minsta. Kvað
hann erkibiskupsstól Uppsala síð-
ur en svo háðan vera erkistóli
Lundar.
Að svo búnu fór Jón Gerreksson
til Stokkhólms og hét á þau Hell-
eku og hið nýja mannsefni hennar
að giftast tafarlaust. Brúðgumi
var tregur til, með því að Ludbert
hafði þegar leitað fulltingis páfa
í málum sínum. Lét erkibiskup
sig það engu varða en liét Gott-
skálk vernd sinni, hvernig sem
alt færi. Var borgarstjóri síðan
gerður út á fund bæjarprestsins,
en þegar til kom, neitaði hann að
veita samþykki kirkjunnar til
þessa lijúskapar ýmissa liluta
vegna20). Tjáði ekki, þótt borg-
arstjóri hótaði presti refsingTi
■ erkihiskups; liann sat við sinn
keip. En engu að síður voru
lijónae'fnin um kvöldið leidd í
eina sæng og sterkur vörður sett-
ur um hús þeirra. Leið nú heilt
ár, og liöfðu Iþau IJelleka allan
þann tíma ólöglegar samvistir. En
Gotts'kálk varð að lúka Jóni Ger-
rekssyni of f jár fyrir afskifti hans
af þessu máli og einhvern mála-
flutning, er biskup þóttist hafa
haft við páfa þar að lútandi.
Ludbert Kortenhorst liafði eigi
verið aðgjörðarlaus, meðan þessu
fór fram. Hafði liann snúið sér
til páfa og’ fengið því framgangt,
að mál sitt yrði rannsakað vand-
lega af biskupi þeim, sem áður
hafði a’fsalað sér erkibiskupsem-
bætti í Uppsölum, er Jón Gerreks-
son var skipaður þangað. Yar
málið nú rannsakað að nýju, og
urðu vitni enn Ludbert í vil.
Dæmdi því biskup þau IJelleku og
bónda hennar skilin að borði og
sæng, þar til er fullnaðardómur
félli í málinu. Sintu þau því
eng-u, en reiddu sig á fullkomna
vernd Jóns Gerrekssonar. Kom
og svo, að’ bis'kup sá, er rannsaka
skyldi málið, treystist eigi að
standa á móti vilja erkibiskups og
dæmdi því móti betri vitund þann-
ig, að málið ónýttist fyrir Lud-
bert Kortenborst. Iíann lét sér
20)Hist. Tidskr., bls. 200.