Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 121
YFIR SKEIÐARÁ
117
póstur (en ]iað var hann, sem
fylgdi okkur yfir SkeiÖará).
Við 'fórum frá Kálfafelli í
Fljótsliverfi um morgun og áðum
á Núpstað áður en við lögðum á
Sandinn. Því bæði þarf að gá
undir fæturnar á hestunum og
leyfa. þeim að bíta í næði áður en
auðnin tekur við og 6 tírna gras-
leysi í vændum. 0g svo er gnúp-
urinn ,sem bærinn dregur nafn af,
þvílík prýði, að vert er að staldra
við hans vegna. Hann er gerður
úr móbergi og stuðlabergi á víxl
og svo haglega frá lileðslunni
gengið, að fljótt á litið virðist lík-
ara, því sem hér væri um mann-
legt listasmíði að ræða heldur en
guðlegt náttúrufyrirbrigði. Þessu
til frekari áréttingar nægir sögu-
korn, sem lifir í alþýðumunni þar
eystra: “Eitt sinn bjuggu hjón á
Núpstað, karl og kerling. Kerl-
ingin elskaði núpinn ofan við bæ-
inn og þótti ekkert fjall fegurra.
“Því skapaði guð ekki öll fjöll
eins vel og vandlega eins og gnúp-
inn okkar ? ’ ’ spurði hún karl sinn.
“Hann byrjaði á því, en hætti við,
því honum fanst það of tafsamt,”
sagði karlinn.
Svo riðum við á sandinn, svart-
an og’ grófgerðan. Sumir klár-
arnir voru óþægir til rekstrar og
vildu ógjarnan yfirgefa Egypta-
land.
Eftir nokkra stund riðum við
neðan við Lómagufip, eitt hið
tignarlegasta fjall á landi voru.
Það er langur hryggur, sem hækk-
ar fram á herðakambinn og fremst
rís Ikollurinn hæst en frá lionum
steypist bjargið þverhnípt niður
2000 fet—niður að hárri grjót-
skriðu, sem hrúgast hefir upp
neðan við bjargvegginn fyrir
hrun úr berginu. Lómagnúpur
sézt langt að og er til að sjá eins
og- voldug sfinx, sem liggur fram
á lappir sér og horfir fram á sand-
inn. Sjórinn hefir áður fyr geng-
ið upp að bjarginu, barið það
brimi og hjálpað til að skapa það.
Og enn koma sjófuglar og verpa
á bjargsillunum—máfar, lundar
og fýlungar.
Þegar Lómagnúp sleppir koma
Núpsvötn til sögunnar, — þau
breiða sig í mörgum lcvíslum á
sandinum, eru móleit og ískyggi-
leg yfirferðar fýrir ókunnuga,
sem halda að þar sé Skeiðará
strax komin, en fylgdarmaðurinn
slettir í góm og gerir lítið úr slík-
um sprænum. Þau þættu þó ægi-
legt vatnsfall í öðrum sveitum.
Þar á eftir tekur við tilbreytinga-
lítill svartur, öldóttur sandurinn
—langt, langt austur að Öræfa-
jökli, sem gnæfir hátt og tígulega
'og byrgir fyrir útsýnið. Á vinstri
hönd, spölkorn ofan við þar sem
riðið er, liggur Skeiðarárjökull
eins og 'grá, svartflikrótt skóhöll
og víðáttumikil breiða, sem smá-
hallar langt norður á við og upp
að Vatnajökli. Hann er svart-
flikróttur af sandi, sem fokið hef-
ir á hjarnið. Próf. Þorv. Thor-
oddsen líkir jöklinum við stóra
svartflikrótta köku, sem hallist
niður á sandinn. En neðan við
þessa miklu jökulbreiðu liggur
garður af einlægum sandliryggj-