Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 60
56
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
sofna; gat einihvernveg'inn ekki
slitið liugann frá móður sinni og
ættfólki sínu heima. Að kvöldi
hins 15. sofnaði hann samt undir
eins og hann lagðist út af.
Hann var kominn heim í Sælu-
dalskot, en brá undarlega við, er
hann sá Grundarkots-liúsið komið
í stað g'ömlu bæjar-húsanna. 1
því Skom móðir hans til lians og á-
varpaði hann blíðlega, en alvara,
fyigdi, það sá hann á svip hennar:
“1 þessu liúsi er falinn dýrmætur
gimsteinn og verður eign þess, er
finnur. Margar leiðir eru fram-
undan. Það er þitt að velja réttu
brautina. Leitaðu uppi gimstein-
inn, Nonni minn, og veldu svo veg-
inn. ” Hún hvarf og þá kallaði
hann til liennar, svo liátt að hann
váknaði við. Iíonum varð litið á
klukkuna og sá að hún var laust
eftir tíu, og mintist þess þá, að þá
væri nú komið að dögun á Islandi.
Eéði hann því draum sinn svo, að
móðir sín mundi að venju vera að
fara á fætur og að hún hefði verið
að hugsa til sín þegar hún vakn-
aði. Hallaði hann sér svo út af
aftur, sofnaði strax og svaf
draumlaust til morguns.
....Febrúar var genginn í garð
og voru þeir félagar nú að binda
enda á vertíð sína. Innan hálfs
mánaðar þurfti Jón að senda af
-stað peninga fyrir farbréf og
ferðakostnað móður sinnar. Voru
þeir nú ferðbúnir að mestu, >en
biðu ef’tir fiskiflutning'smönnum,
er væntanlegir voru eftir tvo eða
þrjá daga. Hálfpartinn bjóst Jóii
iíka við að flutningsmenn færðu
sér sendibréf, og reyndist það
rétt. Á meðal bréfanna var eitt,
sem liann fagnaði yfir að sjá; frá
Dóru systur sinni. Lagði hann
það til síðu, leit yfir liin, er flest
lutu að fiskiverzlun, og fékk Páli
þau svo til þess að lesa og geyma,
Fanginn af von og gleði opnaði
liann bréfið frá Dóru, en á svip-
stundu hrundu vonir hans allar til
grunna og gleðin umhverfðist í
nístandi harm. 1 fyrstu línunum
sagði Dóra honum lát móður
þeirra, er að hefði borið að morgni
hins 16. nóvember. Að vísu las
hann bréfið til enda, en tilveran
öll var nú alt í einu hulin svo
þéttri þoku, að hann sá naumast
handaskil, og svo var hann ann-
arshugar, að hann vissi varla livað
hann las. Þó tók hann eftir því,
að Dóra bjóst við að gifta sig í
næstkomandi maí-mánuði. Ekki
var hún þá væntanleg vestur. Það
fór bezt á því. Hann var þá einn
sinna í sjálf-kjörinni útlegð -----
á eyðihjarni. Jæja, hann skyldi
samt senda Dóru þúsund krónur.
Það gæti komið henni vel, og hún
átti það skilið.
Hann rétti Páli bréfið, og gekk
svo út, og aftur og fram um slóð-
ir allar í grend við kofa þeirra.
Hann langaði til að gráta, en gat
það hvorki né vildi. Yíst verð-
skuldaði önnur eins móðir og lians
móðir var, nokkur saknaðartár
barna sinna. En það var ekki
karlmannlegt að tárast, eða láta
sjá á sér þó eldur brynni í hjarta.
Það var auðvitað ekki nýtt, að
memi mistu föður og móður, —