Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 115
FRÁ ÍSLANDI 1927
111
og- jafnvel mál jiessara stétta er
býsna ólíkt. Allar þessar stéttir
eiga sammerkt að einu leyti: Þær
halda, að sín kjör séu verst, þeg'-
ar öll kurlin fcomi til graifar.
Bændastéttin lifir í lægstum
loftköstulum allra stéttanna, Hún
veit það vel, að í hennar landi
geta engin höpp komið á daginn.
Ef hún á að geta fcomist af, verð-
ur að vinna. og spara. alt hvað af
tekur. Allmargir bændur liafa nú
á síðustu árum selt bú sín og jarð-
ir og 'flutt sig “á mölina,” sann-
færðir urn það, að daglaunavinna
sé þó betri en búskapur í sveit
Svo 'hart hefir fólksekla og kaup-
hæð sorfið að bændunum. Þó er
þeim sárt um skepnurnar,, sem
þeir hafa alið1 upp og fóstrað og
jörðina, sem þeir hafa slitið á
bamskóm sínum.— Aftur á móti
halda daglaunamennirnir á möl-
inni, að bændunum líði vel, og
sumir þeirra láta í veðri vaka, að
sig langi í sveitina, ef kostur væri
á þeim umskiftum. En það er
auðveldara að selja bú upp í
skuldir, en að stofna búnað með
skuldafé, svo sem nærri má geta
þess vegna reyna engir að fara af
mölinni á grasrótina. Háa dag-
fcaupið síðustu ára vex bændun-
um í augum, og' þykir líklegt að á
því megi lifa allgóðu lífi. Reynsl-
an sker úr, en hætt er við að hún
verði kaldrifjuð og sízt af öllu
mjúkhent, ef að vanda lætur. Þeir
sem í þorpin flytja, líta svo á, að
í þeim ,sé lifað betra lífi í mat og
dryfck, klæðaburði og- skemtunum
en í sveitinni verði viðkomið. Trú-
in á nýju f-ötin keisarans er enn við
lýði, og svo mun verða fyrst um
sinn, ef að líkindum lætur; því að
manneðlið er æ liið sama, þó að
ýmsu viðri.
Eólkstraumur úr sveitum til
borga er faraldur, sem gengur yf-
ir öll lönd, og okkar land er háð
sama lögmáti. Þbrpin eru enn
með sveitafólki að sumu leyti. En
smám saman vex upp í þeim kyn-
slóð, sem er annarar ættar og lif-
ir öðru lífi en í sveit gerist. Og er
farið að bregða í það liorf í flest-
um sjóþorpum. Klæðaburður og
málfæri hneigist í iitlenda átt, og
fer sú breyting í vöxt. Unga kyn-
slóðin í bæjúnum tekur upp og
temur sér málfæri, sem er Islenzk-
unni ósamboðið. 0g það vil eg
segja, að íslenzfca æskan ivestan
hafs hefir litla málfegurð að læra
af íslenzku æskunni í bæjunum, þ.
e. þorpunum hér lieima — nema
umskifti verði til bóta. Þá eru
embættismenn og lcaupmenn, þeir
ætla í hjartans einfeldni sinni, að
bænda beyglurnar séu sjálf
skaparvíti og vel sé liægt að lifa
góðu lífi á landsbygðinni. Em-
bættismennirnir þykjast lifa við
harðan kost ,og reyndar munu
þeir hafa í fullu tré að lifa. Þó
eru þeirra híbýli sómasamleg, og
margir þeirra geta farið skemti-
ferðir, á sumrin, jafnvel út úr
landi voru. Það er gott að geta
það. Og þeir, sem það gera, eru
þó ekki á flæðiskeri staddir.
R eikular hugrenningar.
Eg liitti að máli s. 1. vetur reyk-