Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 79
JÓN BISKUP GERREKSSON
75
íslenzku biskupaefni fóru skönnnu
eftir kosningu sína til Noregs, eins
og venja var til. En þegar þang-
að kom, voru þeim gerðar þær
tálmanir, að ekkert varð af vígslu
þeirra, Þóttist hinn norski erki-
biskup í Niðarósi finna slíkan
formgalla á kosningu þeirra, að
hún bryti bág við lög kirkjunnar
og væri því með öllu ógild.
Fyrir því fór síra Björn Hjalta-
son til Bómaborgar, til þess að fá
vígsluleyfi hjó páfa. En í þeim
svifurn önduðust báðir biskupar
Islendinga, Guðmundur Arason
16. rnarz, en Magnús Gizurarson
14. ágúst árið 1237. Var Kygri-
Björn þá einmi'tt í Bómaför sinni.
En vetri síðar andaðist hann á
heimleið, og var þar með dauða-
dæmd málaleitan liinna íslenzku
biskupaefna. Upp úr þessu eru
og hinir norsku biskupar sendir
hingað. *
Heldur hafa þessar aðferðir
þótt óbilgjarnar í garð íslend-
inga. Telja fræðimenn ærið vafa-
samt, að hinn norski erkibiskup
hafi haft ástæðu til að ógilda
kosningu hinna íslenzku biskupa-
efna með þeim einum rökum, sem
hann færði fram í þessum mál-
um9). Ekki sýnist heldur hafa
verið ástæða til að hafa neitt á
rnóti biskupaefnum sjálfum. Um
Björn Hjaltason er það kunnugt,
að hann var mikilhæfur maður.
Enda liefði Norðlendingar naum-
ast farið að kjósa lélegan mann
9)Sbr. Jón Helgason: Ivristnisaga Islands
I, bls. 139-131.
til biskups yfir sig. Svipuðu máli
gegnir um síra Magnús Guð-
mundsson, sem kjörinn hafði ver-
ið til biskups sunnanlands. Á-
stæðna fyrir mótspyrnu erkibisk-
ups er annars staðar að leita. 1
þann tíð var ærið róstusamt hér í
landi. Höfðingjar láu í deilum og
sumir þeirra liöfðu gerzt þvílíkir
vinir Noregskonungs, að þeir
liug'ðu að koma Islandi undir
liann. Helzti hjálparmaður kon-
ungs í þessum efnum, Sturla Sig-
hvatsson, féll frá einmitt í þess-
um svifum. Hefir konungi þótt
skylt að láta nú halda sem bezt
uppi merki sínu í valdabaráttu
sinni hér. Norskir biskupar voru
tilvaldir sendisveinar lians á Is-
landi. Því mun ]iað nærri sanni,
að konungur hafi þarna verið í
ráðum með erkibiskupi, er liann
þröngdi hingað erlendum biskup-
um, en hafði að eng-u löglielga
venju Islendinga um biskupskosn-
ingu, sem tíðkast liafði um langan
aldur. En með síku tiltæki var
það spor stigið af liáJIfu erlends
valcls, er verða skyldi Islending-
um til ærins ógagns fyr og síðar.
Upp frá þessu 'fram undir siða-
skifti, rekur, að heita má, liver er-
lendi biskupinn annan á báðuni
hinum íslenzku biskupsstólum,
þótt öðru hverju sjáist hér raunar
Islendingar í biskupsembættum.
Þannig fara á árunum 1238—
1465, fimmtán erlendir biskupar
með embættisvöld í Skálhols-
biskupsdæmi, en að eins fjórir
Islendingar. En um Hólabisk-
upsdæmi voru á árunum 1238—