Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 39
UM ORÐTENGDAFRÆÐI ÍSLENZKA
35
maMega af kennarastólum þeirra,
er að gangia til viðar. Mönnum
var loks nóg boðið, er stafsetn-
ingarbrjál hennar orkaði æsku-
lýðnum óbeitar á lestri fornrita.
Hinir beztu ritliö'fundar, sem Is-
land hefir á að skipa, hafa tekið
sig til að verka af tungunni lyrfu-
re'fana, sem ambögusótt óaldar-
innar, latmælahler og troðkenning-
ar hégiljur liafa spunnið um ýms-
ar greinir lieiinar. Þeir 'hafa 'S'am-
einað ,sig um útgáfu tímarits og
tekið þar upp stafsetning sam-
kvæma uppruna, áþekka þeirri, er
kennd er við Halldór Kr. Frið-
riksson og algeng var meðan hans
naut við. Þeir hafa horfið aftur
á refilstíga hinna góðu gömlu ís-
lenzkufræðinga; það eru fyrstu
merld upprofsins. SKkir menn
eru mikilla vona fyrir Þjóðrækn-
isfélag Islendinga í Yesturheimi.
Því þeir eru líklegir til að láta
skríða til framfara og framsóknar
í íslenzkum fræðum og búa félag-
inu gögn í hendur til að sannfæra
hérlenda ensimmælandi menn um
nauðsyn íslenzku kenslu, að þeir
geti ekki öðlazt skilning til fulln-
ustu á tungu 'sinni og þjóðfélags-
skipun, nema að kynnast tungu
og sögu Islands.
Ljóðabréf til Páls Ólafssonar
Frostavetiirinn 1880-81.
Nú er komin ísöld,
Yfir oss þanin isnætjöld,
Úti kelur hvern höld,
Hjörtun innra stálköld.
HéraSsstjórnin glóp-göld
MeS glappaskotin margföld,
SiSa rikja vönd1 völd
MeS vélabrögSin ótöld.
Upp eru gengin ór hey,
Allir segja þvert nei,
Björg úr fjósi berst ei,
Ber í krókum hver mey.
ÞagnaSi spakra 9pá gey,
þeir spjalla nú í kyrþey.
Hrópa isnauSir hátt, vei,
Eh höfSingjarnir: svei, svei.
Heims er andinn bölbrj áll
BlaSagrautur óþjáll;
Arnljótur er orS.háll
Og auSsafninn vilmáll,
Á fjandanum er nú góSgáll,
Hann glennir sig sem hrökkáll.
Þagna fýsist forsjáll,
Forláttu nú, minn Páll.
Séra Bjarni Sveinsson í Stafafelli.