Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 101
ÆVARRSKARÐ
97
Sjáanlega gamalt stekkjarbrot,
Þetta eru allar leifar gamalla
bygginga, sem nú sjást í Litla-
Vatnsskarði, 'og liveírgi sjást
merki til að þar bafi tún verið.
1 landareign Litla-Vatnsskarðs
er þó ein tóptargirðing ótalin, ef
eg man rétt. Hún er sunnan í
Hryggjunum niður undir flóanum
út frá Vatnsskarðsbænum. Hafi
það nokkurntíma verið mannabú-
staður þá sýnist bann frekar ó-
liöfðinglegur. Vatnsbólið hygg eg
liafi verið í Kattaraugunum í fló-
anum, eru það óþokka vatnsker
með uppsprettuvatni, og bættuleg
mönnum og skepnum allan vetur-
inn. Mig minnir eg beyrði það
sagt að Jóhannes ætlaðist til að
þetta væru Evarrstóptir, þó nafn-
ið gæti ekki fest við þær. Finnst
mér íþetta mjög svo óbeysin hug-
mynd um bæ Ævarrs og bann
sjálfann, er Landnáma telur einn
af átta merkustu böfðingjum, er
námu land í Norðlendingafjórð-
ungi, og um leið gengið fram hjá
orðum sögunnar er segir að
Ævarr byggði í Ævarrskarði.
Það er nú af Hryggjum þess-
um að segja, að þar eru engar lík-
ur fyrir skriðuhlaupi á tóptar-
stæðið, og miklu hættara við snjó-
flóði á Vatnsskarðsbæinn þar úr
gilinu. Annars tel eg víst að jarð-
fræðingar álitu Hryggina mvnd-
aða af framakstri úr Kötlunum á
ísöldinni.
En bvar var þá Ævarrskarð ?
Það er viðeigandi að fletta upp
Landnámu, og lieyra bvað bún
segir; þar segir svo:
“Ævarr hét maðr son Ketils
lielluflaga, ok Þurðíðar dóttr Har-
aldar konungs gullskeggs úr Sogni.
Ævarr átti •...... þeirra son var
Véfröðr. Synir Ævarrs laungetn-
ir voru þeir Karli ok Þorbjörn
strjúgr olc Þórðr mikill. Ævarr
fór til Islands úr víking, ok synir
hans aðrir en Véfröðr, með honum
fór út Gunnsteinn frændi bans ok
Auðólfr olc Gautr, en Véfröðr var
fyrir víkingn. Ævarr fór upp
með Blöndu at leita sér landnáms,
en er bann kom þar sem heita
Móbergsbrekkr, setti bann niðr
stöng báva, ok kvaðst þar taka
Véfröði syni sínum bústað, síðan
nemr bann Laijigadal allan upp H’
þaðan, ok svo þar fyrir norðan
háls. Þar skifti hann löndum
með skipverjum sínum. Ævarr
bjó í Ævarrskarði ...... Véfröðr
gerði bú at Móbergi, sem ætlat
var en Þorbjörn strjúgr á
Strjúgsstöðum, en Gunnsteinn á
Gunnsteinsstöðum. Karli á Karla-
stöðum. Þórðr mikill á Mikla-
stöðum. Auðólfr á Auðólfsstöð-
um. Gautr byggði Gautsdal;
bann var einhentr. ’ ’
Þetta er það eina, sem Land-
náma hefir að bjóða, sem bægt ér
að styðjast við þegar leita skal
eftir ÆVarrskarði. Það má ganga
út frá því sem sjálfsögðu, að ein-
liver fyrsta framkvæmd Ævarrs,
eftir að hann var stiginn á land,
hafi verið að ná fundi manna er
þegar voru búsettir, og fá greini-
legar fréttir, bvar og bver lönd
voru þá numin, og hvar ónumin.
Honum var sagt að öll lönd væru