Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 159
ÁTTUNDA ÁRSÞING
155
Var samþykt aS ræöa það liö fyrir lið.
— 1. liöur var isamþ. í einu hljóöi. 2. og
3. liöur sömuleiðis.
Nefndaráltið síðan lesið upp í heild
sinni og samþykt í einu hljóði.
Þjá var lesið álitsskjal íþróttanefndar-
innar, er hér fylgir:
Nefndin álítur að stofnun voldugs í-
þróttasam'bands meðal íslendinga í Vest-
urheimi, eigi að vera eitt af aðal mark-
miðum Þ jóðræknisfélagsins. Álítur
nefndin, að tafarlaust beri að hefjast
handa í því efni, svo eigi verði um sein-
an. Álítur hún enn fremur, að því verði
bezt á stað hrundið með líku fyrirkomu-
lag og því sem á er um söngkenslu Br.
SÞorláksonar, enda hafi þess þegar feng-
ist nokkur raun með starfsemi Haralds
Sveinbjörnssonar í Norður-Dakota í
fyrrasumar.
Vill nefndin því leggja til við þingið:
1. Að skýrslu milliþinganefndarinnar
sé veitt viötaka eins og hún var lesin og
síðan vísað til yfirskoðunarmanna.
2. Að stjórnarnefnd Þjóðræknisfélags-
ins sé falið aö leita samninga við hr.
Harald Sveinbjörnsson, íþróttakennara
um að koma á fót íþróttanámskeiði í
Winnipeg og íslenzkum bygðarlögum,
norðan og sunnan landamæranna, nú
þegar í sumar.
3. Aö fáist hr. Haraldur Sveinbjörns-
son til þess, þá sé nefndinni veittir alt
að því $400 úr félagssjóði, til þess að
standa straum af upphafi þessa fyrir-
tækis.
4. Að hér sé ihr. Haraldur Sveinbjöms-
son ekki fáanlegur, þá sé væntanlegri
milliþinganefnd veitt alt að því $150 til
þess að senda menn og glímukennara út
um bygðir þær, er kvnnu að óska þess,
til þess að stofna glímufélög, og halda
vakandi áhuga íþróttamanna unz betur
kann að blása.
Winnipeg, 23. febr. 1927.
Jón Tómasson. A. Sœdal.
Siqfús Halldórs frá Höfnum.
Var samþykt að ræða það lið fyrir lið.
1. liður samþ. í einu hljóði, sam.kvæmt
tillögu A. P. Jóhannssonar, er J. F. Krist-
jánsson studdi.
2. liður. Um hann spunnust töluverð-
ar umræður. Leizt öllum ákjósanlegt að
fá hr. H. Sveinbjörnsson til þess að
standa fyrir íþróttanámskeiði, en kom
ekki saman um leiðina. — En eftir að
Arinbjörn S. Bardal hafði lofað að géfa
$100 á' þessu ári, til þess að hrinda þessu
í áttina, lofaði einnig Ásm. P. Jóhanns-
son að gefa $100 þessu til styrktar á
þessu ári, og J. W. Jóhannsson lofaðist
til að safna $100 á þessu ári til styrktar
fyrirtækinu. — Bar þá Grettir Jóhanns-
son fram þá tillögu, er G. E. Eyford
studdi, að 2. liður skyldi falla burt, en í
stað hans koma 2. liður er svo hljóðar:
“Að slkipuð sé þriggja raanna þingnefnd
til þess að leita fyrir sér um möguleika á
aðstoð hr. H. Sveiribjörnssonar, til þess
að koma á íþróttanámskeiðum svo fljótt
sem unt er, í sambandi við íþróttafélagið
“Sleipnir’’ eða önnur núverandi íþrótta-
félög íslenzk i Ameríku.”
Þá var samþykt tillaga frá S. Halldórs
frá Höfnum er A. P. Jóhannsson studdi,
aö fella burtu síðari liði (3. og 4.) nefnd-
arálitsiris. Var álitið síðan borið undir
atkvæði, með áorðnumi breytingum og
samlþykt í einu hljóði, og í milliþinga-
nefnd skipaðir: S. Halldórs frá Höfnum,
Á. Sædal og Grettir Jóhannsson.
Þá var samþykt tillaga frá Sigfúsi
Halldórs frá Höfnum, er G. E. Eyford
studdi, að skipa skyldi sjö manna milli-
þinganefnd, fjórar konur og þrjá ’karl-
menn, til þess að útvega verustað handa
fátækum íslenzkum börnum, úr Winnipeg,
á íslenzkum sveitaheimilum, í sumarfrí-
inu. í nefndina skipaði forseti: Mrs. R.
E. Kvaran, Mrs. F. Swanson, Mrs. Dóró-
theu Pétursson, Mrs. B. E- Johnson, Mr.
Bjarna Ma'gnússon, Mr. G. K. Jónatans-
son og Mr. Sigfús Pálsson.
Þá lagði fram álit sitt þingnefnd sú,
er skipuð hafði verið til þess að athuga
kæruiskjal það til þingsins frá Birni Pét-
urssyni, er hér fylgir:
“Nefnd sú, er skipuð var til þess að at-
ihuga bréf það, er þinginu barst frá B.
Péturssyni, og hefir að inniihalda um-
kvörtun, í sarribandi við prentun áttunda
árgangs Þjóðræknisritsins. Við höfum