Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 26
22
TÍMARIT ÞJ ÓÐRÆKNISFÉRAGS ÍSTENDINGA
verið karlkyns, og' eins hönd “að
upphafi kvennkyns orð,” segir
málfræðin. Orðmyndunar reglan
er þátíðar eintölustofn -þr við-
skeyti karikendu með u-hljóðvarpi
eða án ]iess, t. a. m. gandr, landr
nú land, bragðr nú bragð, vöndr,
höndr nú hönd, rönnr=röðr nú
röð, *hrönnr nú lirönn o. s. frv., þ.
e. a. s. hljóðvarpslausu orðin
hverfa til hvorug' kyns með missu
nefnifalls rsin® land, bragð, hin
hljóðverptu til kvennkyns með
missu þess, hönd, röð, hrönn. Ekk-
ert er til að rengja þetta nema
hlaupa í það, að sagnirnar henda
og lenda .séu veikar, en slík viðbára
fýkur ifljótt fyrir orðtengðafræð-
inni. Hönd, eig. sú, sem tekr,
hundr, frá ómuna tíð hafðar til að
taka, háss, eig. tekinn, hás-ki,
hætta, eig. það, sem kann að taka
eða þrífa e-ð sviplega, hattr og
lietta renna öll af hljóðskiftis beyg-
ingu sagnarinnar henda og vitna
beygingu hennar og eig. merkingu.
Sögnin er líkíega samstofna lat.
capere. Iiið sarna er um lenda.
Lindi, land, láss, lend, lund, lundr.
lundir kvk flt. merkja öli eig. eitt-
hvað, sem heldur saman eða [)á
helzt saman í heild sér oig' kenna
að lenda sé sterk að réttu lagi og
merki eig. að festa saman, t. a. m.
land er mjög liið sama og lat.
continens. Eg leiði hjá mér ensk-
ar orðtengðir og erlendar, því hin-
ar helztu þekkja allir svo sem
liand, land. Bragðarváð segir
Málfræðin isé laxanet. Eitt sinn
leysti eg úr spurningu Finns
Jónssonar: Hvað er hængur ? Nú
segir hann mér, að bragðr sé lax
og veit eg ekki, hvað það er að
marka. Er ekki bragðarváð, þ. e.
brugðin voð, gagnstæð lérefti, þ. e.
slegin voð, rekin saman með slög-
um, frá þeim ómunatímum er kljá-
vefstóllinn umturnaði vefnaðar-
iðnaði Norðurlanda oig gerði
brag'ðarvoðum jafnvel í afskekkt-
ustu bygðum loks sömu skil og nýi
vefstóllinn gerði lionum isíðai' ?
Heitir lær á lœru, um það hef-
ir Björn M. Olsen ritað rækilega
frá stafsetningar sjónarmiði og
merkingar í hinu fróðlega, danska
riti sínu um 3. og 4. málfræðisrit-
gerð Snorra. Eddu. Hann getur
skýringar Svb. Egilss.: heitir lær
(þ. e. lóur) á leiru, er tekur lœru
fyrir leiru; og þykir hún ekki al-
veg fullnæg einkanlega vegna ein-
tölu sagnar, heitir, þótt svo komi
stundum fyrir, því hvorki rím né
málsbúningsrök virðist gefa á-
s'tæðu til þess, og svo sé meining-
in auk þess afaróskýr, því fugl-
arnir heita lær jafnt á leiru og ann-
arstaðar. Betur getst honum að
skýringu Jóns Ólafssonar: lieitir
lær á lævirkja; meiningin sé þá
læri er líka á fuglum; en skýring-
ing sé ekki nema laus getgáta.,
því að lœra sé óþekkt í merking-
unni lævirki. Loks víkur haain
spyrjandi að því, að lœru kunni
að vera þáguf. af orði, sem talið
sé meða.1 niðrandi mannlieita í
Snorra Eddu og ritað í handrit-
um leyra, lóra, löra, er geti allt
saman verið sama og ritsmátinn
lœra, og' orðin merktu þá heitir
lær (þ. e. læri) á slóða, sem sé