Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Síða 120
Yfir Skeiðará.
(Ferðasögubrot)
Eftir Strjr. Matthíasson.
Frá því eg fyrst man eftir hef
eg haft sérstaka ánægju af að
kanna vatnsföll. 1 rauninni mun
þetta hafa verið sama ástríðan og
sú sem flestum drengjum er á-
sköpuð, að liafa gaman af að
busla í vatni og blotna í lappirn-
ar. En sú vatnsælni öll mun vera
arfur frá foreldrum vorum í forn-
öld ;þarðsögunnar, þegar alt lif-
andi ól allan aldur sinn í vatni.
Eg man hve eg öfundaði eldri
piltana með lappir svo langar að
þær náðu strax niður í vatnið þeg-
ar komið var í kvið á hestinum, en
mínar lappir dingluðu þurrar liátt
uppi á síðum.
Smám saman kyntist eg fleiri
og fleiri vatnsföllum og lá stund-
um við að mér yrði hált á að
(kljást við þau sum„ Það jók
freistinguna í næsta skifti.
Skeiðará hefir löngum verið
talin eitt af ægilegustu vötnum
þessa lands. Einhvern tíma fanst
mér eg ])yrfti að prófa hana. Það
gafst mér sumarið 1921. Eg fór
þá með drengjum mínum Baldri
og Braga austur um Skaftafells-
sýslu. Þeir voru þá einmitt á því
-strákareki, sem eg var á, þegar
mér þótti mest gaman að göslast
yfir árnar á Rangárvöllum. Þess-
vegna vildi eg gjöra þeim vel til
og kenna þeim um leið landa-
fræði í sumarfríinu. Kunningjar
mínir í Reykjavík löttu mig þess
að vera að fara með þá í slíka
glæraför. Það gerði aftur strák-
ana ennþá sólgnarí í túrinn og jók
þeirra ferðagleði.
Það er nú engin frægðarsaga af
okkur, sem eg ætla að segja hér,
því vandinn er enginn að komast
yfir Skeiðará, með góðri leið.sögn
sikaftfellskra vatnamanna.
Mig langar aðeins til að lofa
lesaranum (ef hann er góðfús les-
ari), að ferðast með okkur daginn
þann, sem við fórum yfir Skeiðar-
ársand og Skeiðará. Yil eg með
því láta hann kynnast lítillega,
því, sem er mest varið í að kynn-
ast í Skaftafellssýslu—hinu stór-
fenglega landslagi, geigvænum
jöklum og f jöllum, öræfum, hrauni
og söndum og vötnum annarsveg-
ar og hins vegar þess á milli inn-
dælum gróðri. Eyðimerkur og
vinjar á víxl; en vinjar er skársta
orðið yfir oasis.
Eg hefi hvergi komið liér á
landi þar sem mér hefir fundist
náttúrufegurð meiri en víða í
Skaftafellssýslu. En fólkinu þar
er iíka vert að kynnast. Og eg
skal segja það strax: Það var
þrent, sem mér fanst mest um í
Skaftafellssýslu, og það var:
Örœfajölcull, Skeiðará og Stefán