Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 137
FERÐ MÍN TIL AMERÍKU
133
þá muni eg hafa nóg fé til þess
að komast til Chicago við enda
ferðarinnar, “en,” bætir hann við,
“þú getur unnið þig áfram þang-
að, ef þú vilt það heldur.” Eg
kaus það síðara; eg hélt eg mundi
geta eins vel komist á skip, sem
færi upp vötnin þar eins og ann-
ars.staðar. Þegar til Cleveland
fcom stökk skipstjóri á land og óð-
ara um borð aftur og út á vatn.
Nú fór eg að njósna um hvert fara
skyldi. Mér var sagt að við fær-
um til Black River Junction, 25
mílur vestur. Eg lét mér það vel
lynda, því eg vissi að það var í
áttina til Páls, og svo hélt eg líka
að þar væri kanske gott tækifæri
að komast á skip. Nú komum við
til Black River Junction. Það er
lítið þorp með útbúnaði til þess
að klessa kol. Ekkert einasta
skip var þar af nokkuru tægi. Nú
fór eg í land. Uppi á hæð sá eg
farþegavagna fara aftur á bak
niður að vagnstöðinni. Eg hleyp
upp brekkuna og inn í einn vagn-
inn og sezt niður. Brátt fer lest-
in á stað og vagnstjórinn kemur
og heimtar farbréf brosandi. Eg
dreg upp finnn dala seðilinn, sem
eg fékk í Quebec og fæ honum.
IJann fær mér 25 cent til baka. Eg
hafði enga hugmjmd um hvert
lestin ætlaði. Eg vissi hún
fór í vestur, en það var
áttin til Chicago og Páils. Við
komum til Detroit í Michigan kl.
4 e. m. Eg fór strax niður að
ánni og spurðist fyrir á öllum
skipum, sem þar lágu, hvort þau
ætluðu til Ohicago eða Milwaukee,
en árangurslaust. Nú fór eg inn í
gestgjafahús skamt frá bryggjun-
um og spurði gestgjafa hvort
hann vildi hýsa mig og fæða með-
an eg biði eftir svari og pening'um
frá bróður mínum í Chicago. Eg
vissi það ekki fyrri en seinna, að
Páll heitinn var að vinna sig á-
fram hjálparlaust gegnum lækna-
skólann og hafði auðvitað enga
peninga aflögu. Hann var sá
fyrsti ísilendingur, sem útsrkifað-
ist af læknaskóla í Ameríku
Gestgjafinn tók dræmt í fyrir-
spurn mína, svo eg beið ekki boð-
anna og stökk út og á leið niður
á bryggju. Þegar eg var um
liundrað faðma frá ánni sé eg að
stór gufubátur er að leggja af
stað frá bryggjunni og um leið
heyri eg einlivern kalla hvort eg
vilji ráðast á skipið. Eg játti því
og liljóp til og gat með naumind-
um stokkið um borð.
Báturinn átti heima í Buffalo,
New York, en var á leið til kopar-
námanna á efra-vatni (Superior)
Þarna fékk eg nú $18.00 um mán-
uðinn, og þarna lenti eg í hóp
þjófa og ræningja úr fúaholum
stórborganna. Auðvitað vissi eg
það ekki þá, en komst að því
seinna. Fyrstu nóttina fór eg að
hátta í rúmi, sem mér var úthlut-
að í skutnum. Eftir fáar mínút-
ur fann eg eitthvað skríða yfir
andlitið, eg greip það og brá í
ljósið og sá hverskyns það var.
Nú stökk eg út og upp á efstu
þiljur, lagðist niður við reykháf-
inn og sofnaði. Það var komið
fram í október og veður orðið