Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 104
100
TlMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
engum suður fyrir Auðólfsstaði.
Var nú óskift hálfu landnáminu.
Heldur hann svo suður eða fram
um Æsustaðaland, sem nú er og
Langadalinn á enda fram í ármót
en með því honum þótti ekki gjör-
legt að setja sig niður með fram
Blöndu fyrir bratta fjallsins, þá
snýr liann upp með Svartá, og
byggir þar, og kendi landsvæÖið
og bæ sinn við sig og kallaði
Ævarrskarð.
Hér var heldur ekki um tilvilj-
un að ræða. Hann hafði kynt sér
landnámið ítarlega, svo sem
hyggnum manni sómdi og ætlaði
sér ekki frekar venju að bera
skarÖan hlut frá borði í skiftun-
um, það reyndist og svo enn;
þama var sameinað, einhver veð-
ursælasti blettur sýslunnar og
fegursti. Þarna voru skógivaxn-
ar hlíðar sbr. örnefnið Skógarhlíð
og töðugresis rjóður. Þarna gat
hann haft tún svo mikil sem hon-
um líkaði. Þarna gat hann ruðst
um fast í búskapnum og borið
ægishjálm yfir landnáminu, eins
og áður í víking. Auk alls þessa,
var hann þarna í þjóðbraut og
kom það sér vel að geta fengið
greiðar fréttir af öðrum héruðum,
og jafn greiðlega gat borist út
orð af höfðingsskap hans og
rausn, og síðast: Með þessu voru
þeir feðgar sinn á livorum enda
landnámsins eins og sverð þess
og skjöldur gegn þeim er á þá
kynnu að leita í framtíðinni, og
máttu það teljast hyggindi, þar
sem allir voru meiri og minni
yfirgangsseggir og vígamenn, og
höfðu það sem atvinnu.
Ekki kæmi mér það á óvart, þó
ÆVarr hefði reist bæ sinn á öðr-
um stað, en Bólstaðarhlíð stendur
nú, og séu nokkrar tóptir fyrir
vestan Hlíðarklifið þætti mér alls
ekki ótrúlegt að það væru leifar
af bænum Ævarrskarði, en fénaði
hefði með fyrstu verið haldið
austur í Skógarhlíðinni, og hún
svo fengið nafnið af bælum hans
eða bólum, og síðar þegar bæi;inn
v a r færðu r, fyrir nú löngu
gleymdar ástæður, hafi nafn bæj-
arins ekki verið látið fylgja, lield-
ur tekið upp það nafnið, er þá var
komið á, vegna bælanna—Bólstað-
anna í Illíðinni.
Ævarr ’gefur skipveijjum 'sín-
um lönd upp um Skörð og Laxár-
dal norður til Litla-Vatnsskarðs.
Þar eru jarðirnar Mörk, Hvamm-
ur Mjóvidalur, Þverárdalur og
Kálf árdalur ? Ilvað landnámið
náði langt fram er ekki auðvelt
að ákveða, en líkur til að það hafi
náð suður til Krókskarðs, og til
móts við landnám Þorkels Vigners
er nam Vatnsskarð og Svartárdal.
Engan vafa tel eg á því að
Ævarr hafi haft undir alt Iilíðar-
fja.ll.
Með þessum hætti bjó Ævarr í
ÆVarrskarði svo sem segir í
Landnámu.
Þegar eg hafði skrifað framan-
ritaða grein, skrifaði eg greindum
manni og skilgóðum, Klemenzi
Jónassyni-í West-Selkirk, er alist
hafði upp til fullorðins ára í Ból-