Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 63
í VÖKU OG SVEFNI
59
skaplegt að stofna lífinu í liáska
að óþörfu. Jón sagði lífsháska
vera allstaðar. Það væri hrein-
asti lífsháski stundum, að ganga
yfir stræti í Winnipeg, lífshásld
að fara hérna út á vatiiið í litlum
bát, eða ganga með hlaðna byssu
til veiða. Björn sagði Jón vera
útlending* á meðan hann he'fði
ekki tekið út borgarabréf. Jón
sagði að borgarabréf sitt yrði gef-
ið út innan fárra daga. En svo
gerði það engan mun. Það væri
grúi af mönnum í liernum, sem
ekki væru borgarar.
Páll dreifði umræðunum með því
að láta í ljósi löngun til að fara
líka, og sjá ögn af Norðurálfn.
‘ ‘ Nei, vinur, láttu þér ekki koma
það í hug, 'fyrr eða síðar,” sagði
Jón og varð alvarlegur. “Hér er
ekki um skemtiferð að ræða. Á-
stæður okkar eru gagn-ólíkar. Eg
er einn míns liðs, svo engan mun
gerir hvar eg skrölti. En þú ert
fyrirvinna aldraðra foreldra. Þau
dýrmætu skyldubönd má enginn
rjúfa, og það gleður mig að vita
að það gerir þú aldrei. ”
Ðaginn eftir bjóst Jón til farar
og læsti niður í kistu sína bækur
sínar, bréf og skjöl. Gramla og’
lamaða tösku tók liann og tróð í
liana nærfatnaði og- plöggum ýms-
um, því annað ætlaði hann ekki að
taka með sér.
Að miðdagsverði loknum tók
Jón Björn tali. Sagðist liafa
hugsað sér að fela honum umsjón
á landeign sinni á meðan hann
væri burtu. Sjálfsagt væri að
fullgera húsið. Land sitt skyldu
þeir feðgar nota að þörf og vild.
Ennþá yrði hann að biðja þau
hjón .að geyma kistu sína og dót.
Hann hefði í hyggju að leggja til
síðu þrjátíu dotlara á mánuði, af
kaupi sínu og faldi hann Birni að
leggja þá peninga í banka-reikn-
ing sinn. Rétti liann honum svo
banka-bókina, og löglegt nmboð til
þess að draga út peninga, sem
þyrfti, og bætti svo við, að þá
væri nú erindi sínu lokið í þetta
sinn. ‘ ‘ En vænt þætti mér að
mega koma hingað og heilsa ykk-
ur öllum, heilum og hressum, þeg-
ar þjónustutíminn er úti.”
Þeir feðgar vildu setja liesta
fyrir s'leða og flytja hann á vagn-
stöðina, en hann afþakkaði það,
vildi lieldur ganga í hægðum sín-
um niður að Gimli.
Þegar liann kvaddi hana, gat
Sigurbjörg ekki bundist tára.
Rúna hafði staðið afsíðis nálægt
dyrum og hana kvaddi hann síð-
a,st. Hún sagði fátt, en bæði
skildu ósköp vel, að þögn er stund-
um hljómmeiri en nokkur orð.
Blíðu-bros lék um varir hennar,
en tár stóðu í augunum, liversu
fast sem liún togaðist á við þau.
II.
Það var komið nær marz-mán-
aðarlokum og Jón búinn að vera
meir en mánuð á skóla sínum.
Hann var búinn að læra öll frum-
atriðin, að standa, ganga, bera
byssuna og handleika liana sam-
kvæmt “kúnstarinar reglum” og
var fimur orðinn við að beita
byssustíng.