Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 87
JÓN BISKUP GERREKSSiON
83
Gerreksson liafði framið. En
erkibiskup varð kyr í Kanp-
mannaliöfn lijá Eiríki konungi, og
var þar allvel baldinn. Varð
liann að lofa því liátíðlega að við-
lögðum drengskap að lilaupast
eigi á brott þaðan.
Skýrsla sú eða greinargerð lút-
andi að afbrotum Jóns Gerreks-
sonar, sem Eiríkur konungur
hafði 'sent páfa, og áður er minst,
mun að nokkuru leyti hafa valdið
því, að erkibiskup rauf lieit sín
við konung og strauk burt frá
Kaupmannahöfn eftir að liafa
dvalizt þar skamma hríð (strauk
nál. 15. ágúst 1419). Mun biskup
iiafa komizt á snoðir um bréfið til
páfa og, þegar alt kom til alls, lit-
izt .svo, sem sér kýnni að reynast
málstaður sinn helzti uggvænleg-
ur, ef ekkert væri að gert. Hefir
biskup því þótt nauðsyn mikil að
reyna til að sporna við þeim ó-
þægindum, sem af bréfi þessu
gátu leitt. Svo mikið er og víst,
að áður en mál hans yrði dæmd
eða metin í páfagarði, var liann
sjál'fur þangað kominn og lagði
nú fram skriflega kæru. Lýsti
hann þar háttsemi sinni ítarlega
og eins og honum þótti bezt við
eiga, en gerðist jafnframt svo
djarfur að bera sakir miklar á
hendur mótstöðumönnum sínum.
Krafðist hann enn fremur nýrrar
rannsóknar á málum sínum og
loks fór hann fram á það, að sér
yrði tryggt erkibiskupsembætti
sitt, líf og góz fyrir tiltekinn
tíma.
Jón Gerreksson hafði með
þessu framferði komið hinum
heilaga föður í hina mestu klípu.
Óskammfeilni erkibiskups og ein-
nrð var slík, að eigi varð fram hjá
því gengið að taka kærur hans til
greina. Má ætla, að hann hafi enn,
þrátt fyrir ait, sem á undan var
gengið, vonað fastlega, að eitt-
livað mundi rætast úr málum sín-
um, ef laglega væri á lialdið. Hins
vegar var óhægt að véfengja
skýrslu Eiríks konungs eða láta
sér til hugar koma, að þar væri
logið sökum upp á erkibiskup. En
alt þetta gerði málið ærið vanda-
samt og torvelt viðfangs.
Var nú kardínála einum falið
það til frekari rannsóknar, en
kæruskjal erkibiskups sent kórs-
bræðrum í Uppsölum tii athugun-
ar. Kardínáli þessi skipaði í
sinn stað erkibiskupinn í Kígi til
að annast rannsókn málsins.
Kæruskjal Jóns Gerrekssonar
barst kórsbræðrum Uppsala í
hendur 3. júlí 1420. Var þegar í
stað skotið á fundi og samin vörn
eða svar gegn rógburði erkibisk-
iips. Voru ekki einungis hraktar
ákærur hans í flestum greinum og
því snúið upp á hann sjálfan, sem
hann liafði sakað aðra um. lieldur
og margt það til tínt, sem áður
hafði legið í láginni24). Má þar
einkum til nefna alls konar fjár-
kröfur, t. d. fyrir embættisverk,
sem aldrei höfðu verið innt af
hendi ,rán og margs konar meið-
ingar og yfirgang. Meðal annars
er hér talinn áverki sá, sem biskup
24)Hist. Tidskr., bis. 216-18.