Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 100
96
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Eftirtekta verð er neSanmáls
skýring- skjalavarðarins um Sig-
mund Helgason í Köldukinn, sem
er uppi 100 árum fyrir Jóhannes.
og liefur verið öllum staðháttum
kunnur, að hann heldur að Strjúg-
staðir hafi heitið Ævarrsikarð til
forna. Ekki hefur hann þekt
Evarrstóptirnar í Vatnsskarðs-
landi.
Er nú víst, að sagan um skrið-
una, sem á að hafa tekið af bæ
Ævarrs, hafi geymst óbrjáluð
sem 'þjóðsaga allar götur síðan
í 8—900 ár, eða hvað sem það var,
eða er það sama sagan og fylgir
svo mörgum gömlum eyðibýlum,
t. d. KarlastöÖum í Langadal;
Helgastöðum á VíÖirdal, og skrið-
unni, sem sagt er að eygðilegði
SkíÖastaði í Vatnsdal og stýflaði
Vatnsdalsá. Jafnvel var það trú
Lj manna fram um miðja s.l. öld að
Vatnsdalshólarnir væru eftir þá
skriðu. Alþýða manna á Islandi
þekkti betur steinatök Grettis Ás-
mundarsonar heldur en ísaldar-
innar, því var það oft að hólarnir
og hæðirnar, voru álitnar gamlar
skriður, ef upp undan sáust
skörð í fjöllin til jarteikna, og
og^var ekki lítið að lesa fyrir 70
árum og þar fyrir, er fræddi al-
þýðuna um tröllatök ísaldarinnar
á Islandi? og var nú öldungis víst
að Jóhannes, þó greindur væri,
hafi í þeim efnum ékki verið barn
sinnar samtíðar, eins og aÖrir?
Um fram -alt má enginn, sem
leita vill eftir bæjarstæði ÆVarrs
gleyma því, aÖ ÆVarr bygði í
Ævarrskarði. Landslagi verður
því að vera svo háttað í Litla-
Vatns.skarði ef það skal Ævarr-
skarð heita, að það hafi haft öll
þau skilyrði, er rausnarbýli sómdi
og annaÖ umliverfi eftir þörfum.
í dalahlíÖum þarf ekki að leita,
og hvergi nema í skarði.
Að norðan verðu í Litla-Vatns-
skarði sézt nú fyrir tóptum' í
þremur stöðum. Vestast sézt fyr-
ir tóptarbrotum vestan í Selgils-
skriðunni. Kemur manni í hug
að þar hafi einhverntíma -staðið
sel samkvæmt nafninu, en hvergi
verður þar vart við túngarð eður
stærri tóptir er -gefi hugboð um
bæ Ævarrs. Norðar í skarðinu er
Móbergssel með sínum mann-
virkjum. Ekkert er ]>ar heldur er
gefi von um að hitta fornbýlið
Ævarrskarð. Þriðja tóptin er á
Moldgilsgrundinni, miðja vega
frá þröskuldinum í Skarðinu og
ofan að Víðirdalsá á Víðirdal, en
hún er svo lítil, að ekki er hægt
að taka hana til greina helzt að
sjá, að þar liafi einhvern tíma ver-
ið lilaðið utan um hevhrúku. Að
sunnan verðu í Skarðinu eru og
tóptir á þrem stöðum. Sú aust-
asta er í Tjarnarhólunum. Það er
sýnilega gömul fjárrétt. Hefur
þar aðeins þurft að hlaða dyra-
kampa um þvera valllendislaut
milli tveggja mela, og stinga úr
brekkunum á þrjá vegu. Eétt
þessi mun hafa tekið 700—1000
fjár. Þá eru smátættur fvrir
vestan Illagils-grundina, fast við
ána, gátu kannske verið selkofar.
Þriðja tójDtin er fyrir neðan
Hraunið á Stekkjargils-grundinni.