Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 119
FRÁ ÍSLANDI 1927.
115
þrálát er þessi veiki og' seinn bat-
inn.
Mikil jarðrækt liefir fram far-
ið kringnm Vífilstaði og er þar
mikið kúa-bú. Hælið varð fyrir
aðkasti eigi alls fyrir löngn, en
stóðst það vel, mun sú árás liafa
verið pólitísk að sumu leyti. Ekki
ætla eg* að rita þá sögn. En alla
vega leizt mér vel á þenna höfuð-
stað. Sérstaklega er mér minnis-
stætt j það skínandi orðalausa
þakklæti, sem geislaði til mín af
öllum andlitunum meðan eg stóð
í ræðustólnum og eins er eg gekk
til dyra. Ýmsir skemtanamenn
koma að Vífilsstöðum, jafnvel fit-
lendir, láta sig ekki muna nm
krókinn né stundina. Þá liefi eg
drepið á þau efni, í þessurn pistli,
sem eg tel hæfileg til frásagna og
nærri fara óskurn þeim, sem rit-
stjóri Tímarits Þjóðræknisfélags-
ins bar fyrir mig. Og hafi þeir
nú þakklæti, er á mig liafa. hlust-
að.
Við lát St. G. Stephanssonar.
Eftir Porskabít.
Dóm í ómi dimmra slaga
dauða klukkan ber.
Ein af stærstu stjörnum braga
— Stefán — hnígin er.
Óskmiög bætt hef'r einum Saga
í annáls-bók hjá sér.
Drotning fjalla, dags í gnýnum
dánar-fregn þá heyr!
iHiónrer þinn er horfinn sýnum,
hann er ekki meir.
Eftir lét samt þér og þínum,
þaö, sem aldrei deyr.
Fjær þér gröf hans eins þó yrði
— ó'Sul rækti ’ann tvenn —
syngja lát um sveitir, firði
sonartorrek þrenn.
Mætari engin móSir syrgöi
mög og skáld í senn.
Lát í hljómum hvern þinn vaka
hreim, sem ráö átt á,
svani og lóur klökkar kvaka
kveöju-lag þér frá,
gljúfrabúa bassann taka,
'bylgjur taktinn slá.
Engi lét sig dýrri drauma
dreyuna um þig, en hann.
Pó hann væri’ ei hjá þér heima
hátt þér ljós hans brann,
svona mætum mögum gleyma
móöir engin kann.