Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 70
66
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉRAGS ÍSLENDINGA
frá því hann kom út fyrir Liver-
pool. Honum liafði oft fundist til
um hermanna vaðalinn í Winni-
peg1, en hvað var sá f jöldi í sam-
anburði við þessi ósköp? Það var
eins og að jafna saman reykjar-
eimi upp af litlum arineldi og
stórhýsishrennu.
Fullnaðaræfingar Jóns og liðs-
bræðra lians tóku nú við. 1 aðal-
atriðunum voru þær áþekkar þeim,
er hann hafði áður vanist, en ólík-
ar þó á ýmsan hátt, einkum máske
að því er snerti vopnaburð. 0g
svo kappsamlega var unnið, að oft
stóðu byssu-skota æfingar yfir
myrkranna á milli, eða því sem
næst, Hér fékk liann fyrst gagn-
lega tilsögn í víg-grafa-gerð og
jarðhússbyrgjanna út af þeim, en
án þess lærdóms er enginn liðs-
maður fullveðja á vígvelli.
Það var ekki fyr en um október-
lok að liðsflokkur Jóns var met-
inn fullveðja til framgöngu, og
var förinni þá lieitið norður í
Ýpur-grendinni. Haustrigningarn-
ar voru þá að byrja, en þær eru
venjulega útlialdsgóðar í Belgíu,
og í þetta sinn reyndust þær mun
svæsnari en venja var til. Eftir
stórfeldar regnhrynum var sum-
staðar í víggröfunum svo djúpt
vatn, að tók meðalmanni í mitti.
Það er vonlegt að Jóni hafi
brugðið í brún, er hann leit yfir
vígvöllinn, og til sömu vonbrigða
munu flestir hafa fundið, er þeir
litu etta svæði í fyrsta sinn. Ská'ld
og listamenn allra þjóða hafa frá
öndverðu svo snildarlega sungið
og málað hetjufrægðina og sigur-
dýrðina inn í hugskot fólksins, að
hernaðarandinn er fyrir löngu
rótfestur í eðli mannsins. Enda
sagnaritarnir höfðu varpað svo
litmiklum töfraljóma yfir hetjur
'og herfylkingasöfn, að virkileik-
inn, sem hér blasti við auga, hlaut
að kveikja nýjar liugsanir. Her-
frægðardraumarnir sýndu skraut-
búnar fylkingar með veifandi
g'unnfána fara um grænar grund-
ir til móts við fjandmennina, og í
broddi fylkingar voru foringjar
og frægar hetjur með gylta ii jálma
á liöfði, og í glitrandi brynjum,
með gullrekna skildi og spjót í
höndum, en hárbeitt sverð við
síðu.
Virkileikinn sýndi mishæðalitla
mýrlendisflesju með þrefaldri
vígskurðaröð með fárra faðma
milibili og (þverskurðum mörgum
á milli. 0g alt þetta, grafninga-
kerfi var einn vatns og aur-
leðju-elgtir hvar sem stigið
var. En ofan í þessar óþverra
vilpur voru liðsmennirnir sendir
undir eins og þeir komu, því á
þessum vígvöllum mátti hvergi
sjá- mann ofanjarðar. “Víst er
lielvíti illur bústaður ef hann er
verri en þessi!” varð “langa
Dick” að orði, er hann staðnæmd-
ist á básnum, sem honum og Jóm
var ætlaður. “Eða livað finst
þér Jón?”
“Eg held það sé nú nokkuð rétt
álit,” svaraði Jón, “en svo venj-
umst við vosbúðinni ef ekki bilar
þrek og þolinmæði. En hvað
hugsarðu Dick? Þú veizt að