Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 158
154
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
—Var saníþykt tillaga frá Á. Eggertssyni.
er J. S. Gillies studdi, aS ræða frumvarpið
lið fyrir lið.
I. gr. saimjþ. óbreytt, eins og hún var í
gömlu lögunum. 2. gr. sömuleiðis. 3. gr.
samþ. í einu hljóði án breytinga. 4 gr.
samþ. óbreytt frá gömlu lögunum. 5. gr.
samþ. í einu hljóði án breytinga. 6. gr.
sömuleiðis. 7. gr. sömuleiðis. 8. gr.
sömuleiðis.
9. gr. ;samþ. með þeirri breytingu, að
á milli orðanna löggiltum banka” og “í
Winnipeg” að í C-lið komi orðin: “eða í
sparisjóði fylkisins.”
10. gr. 'samþ. með þeirri breytingu, að
við hana hætist, L-liður, er hljóðar svo:
“Afhenda féhirði tíu dögum fyrir þing
afrit af skýrslunni fyrir liðið ár.”
II. gr. samþ. óbreytt í einu hlj. 12.
gr. sömuleiðis. 13. gr. samþ. óbreytt úr
gömlu lögunum. 14. gr. saimþ. óbreytt í
einu hljóði. 15. gr. sömuleiðis.
16. gr. samþ. með þeirri breytingu, að
milli orðanna “eða stjórnarnefnd” og
“beiðni um,” komi orðin: “félagsins eða
iforseta, og stjórnarnefndar deild þess.”
17. gr. 'samþ. óbreytt í e. hljóði 18. gr.
sömuleiðis. 19. gr. sömul. 20. gr. sörnul.
21. gr. var samþ. með 26 atkv. gegn
13, eftir að Ásm. P. Jóhansson hafði
beðið um nafnakall. — Já sögðu: J. J.
Bíldfell, Bj. Lindal, Mrs. Bj. Lindal, Miss
Björg Thorsteinsson, Mrs. A. Sigurðs-
son, Albert E. Kristjánsson, Mrs. P. S.
Pálsson, Th. Gíslason, Jón Binarsson, G.
E. Eyford, Mrs. B. Byron, Gunnar Jó-
hannsson, Sig. Bjarnason, Bjarni Magn-
ússon, A. B. Olson, R. E. Kvaran,
Klemens Jónasson. J. Signaundsson, Þorl.
Þ'orfinnsson, Guðm. Bjarnason, Ágúst
Sædal, Th. Magnússon, H. S. Bardal, J.
F. Kristjánsson og B. B. Olson. — Nei
sögðu: Árni Eggertsson, Ásm. P. Jóhanns-
son, Mrs. Dorothea Pétursson. Lúðvík
Kristjánsson, Mrs. Ragnh. Davíðsson, S.
Halldórs frá Höfnum, Miss F.lín Hall,
Mrs. Gísli Jónsson, Andrés Skagfeld, Th.
Thorgeirsson, Gunnar Guðmundsson og
J. W. Jóhannsson.
22. gr. samþ. óbreytt frá gömlu lögun-
um. Og greinarnar 23.—27. sömuleiðis.
Því næst var samþykt tillaga frá J. J.
Bíldfell, er B. B. Olson studdi, að sam-
þykkja alt frumvarp milliþinganefndar-
innar, með þannig áorðnum breytingum.
Skyldu lögin öðlast gildi þegar í stað.
Þá var lesið nefndarálit það, er hér
fylgir, um tilboð hr. Aðalsteins Kristjáns-
sonar:
“Undirrituð nefnd, er skipuð var af
forseta, til að íhuga tilboð hr. Aðalsteins
Kristjánssonar um $100 verðlaun fyrir
ritgerð, er talin væri gagnlegust og bezt
samin, samkvæmt úrskurði þar til kjör-
innar nefndar. ýRitgjörðin síðan birt í
Tímariti Þjóðræknisfélagsins). ,
Nefndin leggur til, að tilboðinu sé tek-
ið, með þökkum, og stjórnarnefnd Þjóð-
ræknisfélagsins falin framkvæmd máls-
ins, í samráði við hr. Aðalstein Kristjáns-
son, uni samningu reglugjörðar fyrir
veitingu verðlaunanna, o. s. frv.
Á þjóðræknisþingi í Winnipeg,
24. febr. 1927.
Einar P. Jónsson,
A. B. Olson,
A. E. Kristjánsson.
Svo var nefndarálitið samþykt, sem
lesið, með öllum greiddum atkvæðum.
Því næst var lesið álit Tímaritsnefnd-
arinnar, er hér fylgir:
Til forseta >og þingheims Þjóðræknis-
félagsins.
Nefndin, sem sett var í Tímaritsmálið,
leyfir sér að gera eftirfylgjandi tillögu:
1. Að stjórnarnefnd Þjóðræknisfélags-
ins sé falið að annast útgáfu næsta Ár-
gangs Tímaritsins, á sama hátt og að
undanförnu.
2. Að allir félagar Þjóðræknisfélags-
ins, sem borgað hafa eins dollars árs-
gjald fyrir árið 1927, og nýir félagar, fái
Tímaritið ókeypis, ef þeir æskja, en að
ritið sé selt utanfélagsmönnum á einn
dollar.
3. Að stjórnarnefndinni sé falið, að
ráða ritstjóra og auglvsinga umboðsmann
ritsins fvrir komandi ár.
Winnipeg, 23. febr. 1927.
Th. J. Gíslason, B. Pétursson,
Arni Egpertsson, J. J. Bildfell,
J. F. Kristjánsson,