Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 136
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
132
landsferðar liorfin. Mig sárlang-
aði nú að komast til Páls. En
hvernig átti eg nú að snúa mér til
þess að geta það ? Nú var ómögu-
legt að strjúka með vökumann um
borð, og raunar árangurslaust úr
því eg ætlaði að liætta sjóferðum.
Eg legg nú öll mín vandræði fyrir
matreiðslumanninn og bið hann
liðs; hann kvaðst skyldi hjálpa mér
alt livað hann gæti. Næsta morg-
un þegar eg sótti skipstjóra í land,
segir liann við mig: “Lang-ar þig
til að yfirgefa þetta skip?” “ Já,
ef þú vilt borga mér kaup mitt. ”
“Þú mátt strjúka ef þú vilt,” seg-
ir hann. “Nei, það geri eg ekki,”
segi eg. Eg vissi, að ef eg stryki
og að hann næði mér, gat hann
lialdið mér þangað til heim kom,
án þess að borga mér einn eyri.
Eftir nokkura 'þögn tekur liann
aftur til máls. “Þú verður að
borga mér mánaðarkaup til þess
að 'láta þig fara. ” ‘ ‘ Já, velkomið, ’ ’
segi eg. Mér stóð alveg á sama
um peningana. Aðal atriðið fyr-
ir mig var að losast við skipið og
komast á leiðina til bróður míns,
jafnvel þó eg liefði enga minstu
hugmynd um hvernig eða á hvern
hátt það gæti orðið.
Nú segir skipstjóri við mig, að
ef að eg taki allar þessar föggur
með mér, sem eg var búinn að
panta, þá muni eg ekkert eiga til
góða; en liann segist skuli taka
þær fyrir hálft verð og selja há-
setum á ileiðinni, ef eg vilji. Eg
féllst strax á það og þakkaði hon-
um fyrir, og skipar liann mér þá
að vera tilbúinn að fara í land
eftir miðdag.
Einn af hásetunum átti spánýja
bláa ullar-skyrtu. Eg hafði ágirnd
á þessari skyrtu, mér fanst endi-
lega liún vera einmitt það, sem
eg þarfnaðist í þessa fyrirhuguðu
ferð. Eg bauð honum því að
sldfta við mig á þunnum laglegum
slopp, sem eg átti. Hann gerði
það. Og nú var eg albúinn, með
'bláu skyrtuna utan yfir buxunum,
skozka liúfu á höfðinú méð
stóru gljáandi skygni á. Alt dót
mitt annað skildi eg eftir.
Nú fórum við í land og upp
á skrifstofu skipseigenda. Það
tók þá fjóra klukkutíma að reikna
saman hvað mikið eg ætti til góða.
A endanum voru mér réttir $6.00,
og eg tók þeim fegins hendi og
stökk á stað niður að áimi. Þar
var gufubátur ,sem snéri í áttina,
sem eg vildi fara. Eg fór strax
um borð og mátti borga $1.00 til
Montreal. Eg hitti þar Svía einn
og tók hann mig strax tali og
spurði mig hvert eg væri að fara.
Eg sagði lionum það, og segir
hann mér þá, að eg muni geta
unnið mig áfram upp vötnin til
Chicago eða Milwaukee. Þegar
við komum til Montreal um morg-
uninn fór hann strax með mig
þangað, sem skipin lágu, og eftir
margar tilraunir komst eg loks á
lítinn gufu-pramma (steambarge)
er átti heima í St. Catherines,
Ont. Þegar þangað kom segir
skipstjóri við mig, að hann eigi
að fara upp til Cleveland og að
mér sé bezt að ráðast á skipið því