Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 69
í VÖKU OG SV’EFNI
65
liugarstríðið það sama. En það
er eins og mér finnist að eitthvað
í líkingu við hugnun sé fólgið í
þvf að vita sig liafa lagt eins mih-
ið í sölurnar eins og nolikur kona
eða móðir í lanclinu. Eg geng ekki
að því gruflandi, að það verður
erfitt að þreyja og þola. En mér
finst eins víst að þú komir aftur
úr stríðinu, eins og það er víst, að
við göngum hér saman á götunni.
Við þá von og trú hugga eg mig
þegar dagar eru dimmir.”
Umræðum allra hlutaðeigenda
um þetta mál lauk með þeim á-
kvæðum, að 21. maí skyldu þau
Jon og Rúna halda brúðkaup sitt.
“Halti Kobbi” fagnaði þessari
frétt. “Þar fetar þú í mín fót-
spor,” sagði hann, og mun vel
g'efast. Tuttugu dollara auka-
þóknunin á mánuði til giftra
manna er líka takandi til greina,
en lítið vegTir'hún þó á móti þeirri
meðvitund, þegar í raunir rekur
og úttíoma er tvísýn, að eiginkona
rnanns bíður heima og biður Guð
um hjálp og vernd. Það er nautn,
sem þeir einir skilja, er á vígvöll
hafa komið. En hvern skollann
er eg nú að rugla. Nú skal eg ó-
beðinn xitvega þér fjarveruleyfi
frá 20. maí til liádegis 28. júní.
Nei, nei, ekki eitt orð, Jón! Burt
með þig og í bælið! ’ ’
III.
Það var skúra-veður, en heitt,
þegar Jón gekk af skipi í Liver-
pool og inn í járnbrautarlest, sem
þeytti honum og- liðsbræðrum
hans með flugaferð suðaustur um
England, alt austur á sendna há-
lendið vestan megin Ennarsunds.
Þaðan var ektíi lengra en svo til
Frakklands, að strönd þess var
nær æfinlega sýnileg frá hæðun-
um upp frá sjónum, og í hagstæð-
um vindblæ mátti heyra fallbyssu-
hvellina, líkasta fjarlægum þrumu-
brestum, frá vígsvæðunum, sem
næst voru sjó.
Hér voru aðalstöðvar Canada-
herliðsins og gaf nú að líta röst á
röst ofan af búðalireysum þeirra
og tjöldum liðsmanna. Hvar sem
til var litið úði og grúði af mönn-
um og allskyns hernaðartólum og
brautir allar þaktar mótorvögnum,
en yfir liöfði var sem kvæði við í
loftinu af drunum og þyt flugvél-
anna, er sumar voru niður við
jörð, en sumar svo hátt uppi að
þær liurfu með köflum inn á milli
ský-bólstranna. Alt var á fleygi-
ferð, og heræfinga-óp og köll
glumdu við í öllum áttum.
Hér var ilíf og fjör virkilega á
liáu stigi. Yaskleikamenn og
vænlegir, í þúsund-tugatali, fullir
kapps og metnaðar, lögðu fram
alla sína krafta og alt sitt vit til
þess að herða og stæla taugar
sínar og vöðva, til þess að gera
líkaman liraustan, liarðan og þol-
inn eins og framast mátti, og alt f
þeim tilgangi, að eyðileggja líf og
f jör á öðrum stöðum. Lengra eru
mentaþjóðirnar ennþá ekki komn-
ar með réttarfars liugmyndir sín-
ar, eftir mörg þúsund ára lífs-
reynslu og lærdóm.
Þetta var nýr heimur og undra-
verður fyrir Jón og hafði verið