Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 77
Jón biskup Gerreksson.
Eftir Sigurð Skúlason.
I.
Fyrstu biskupar með Islend-
ingum voru útlendir menn. Er
ljóst af heimildum, að allmargir
erlendir biskupar liafa komið til
Islands fyrstu áratugina eftir að
kristin trú var lögskipuð hér á
landi. Ari fróði getur þessara
manna með nafni1), og eru þeir,
samkvæmt frásögn lians, tólf að
tölu, auk Friðreks biskups, sem
hingað kom, áður en kristni var
lögtekin hér.
Fátt kunna lieimildir annað að
segja um biskupa þessa en nöfn
iþeirra. Sýnast þeir hafa komið
hingað1 til lands til þess að líta
eftir kristnihaldi manna, en horf-
ið vonum bráðara á bak og burt,
án þess að nokkuð það bæri til tíð-
inda á hérvistarárum þeirra, er
þætti í frásögur færandi. Tveir
íþessara bislcupa dvöldust hér þó
um all-langt skeið, Hróðólfur og
Bjarnliarður. Segir Ari2), að
þeir hafi livor um sig verið hér á
landi í nítján ár. En í Hungur-
vöku (3. kap.) segir, að Bjarn-
harður, sem þar er talinn sax-
lenzkur, hafi dvalist hér tuttugu
vetur3).
Ekki getur Ari fróði þess um
þá fimm útlendu biskupa, er hann
1) íslendingabók, kap. 8.
2) S. St.
3) Bps. Bmf. I, bls. 65.
telur síðasta í 18. kap. Islendinga-
bókar, hve lengi þeir hafi dvalist
hér á landi. Kennir heldur kala
til þeirra í frásögn hans, þótt stutt
sé. Honum farast þannig orð :
-----“enn quomo hér aþrer V,
þeir es byscopar quoþosc vesa.”
En þetta orðalag skýrist af frá-
sögu 3. kap. Hungurvöku Þar
segir svo:
“TJm daga Isleifs biskups kómu
út biskupar af öðrum löndum, ok
buðu margt linara en Isleifr
biskup; urðu þeir því vinsælir við
vonda menn, þar til at Aðalbertus
erkibiskup sendi bréf til Islands
ok kvað þá suma vera bannsetta
en alla í óleyfi sínu farit hafa”4).
Ekki sýnir það litla hófsemi í fyrr-
nefndri frásögn Ara, live mjög
hann sneiðir lijá því að deila á
biskupa þessa. Hefir liann þó
væntanlega fundið sárt til þess
hvert ógagn þeir höfðu unnið Is-
leifi biskupi, föður Teits fóstra
hans. En frásögn Hungurvöku er
að því leyti merk, að hún fyllir
lieldur frásögn Islendingabókar,
auk þess sem hún sýnir fram á, að
hinir fimm síðasttöldu biskupar
Islendingabókar munu eigi hafa
komið út liingað fyr en eftir 1056.
Þá getur og Iiungurvaka Kols
biskups, sem komið liafi út til ís-
lands um daga ísleifs biskups,
4)Bps. Bmf. I, bls. 62-63.