Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 116
112
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
vískan liálaunamann, málhreyfan.
Hann hafði ferðast næstliðið sum-
ar um sveitir í nágrenni Beykja-
vílíur — sér til vonbrigða. Hon-
urn þótti bændurnir framtakslitlir,
dýrseldir, konurnar sáust ekki
'komu stundum sumar þeirra, ekki
í augsýn gestanna, maturinn fá-
breyttur og ekki vel þrifalegur.-
Þetta lét hann sér um munn fara.
Eg hélt uppi vörnum á þessa leið:
Ábyggilega vinna bændurnir
það, sem þeir orka. Hitt er ann-
að mál, að lítið ber á afrekum.
Svo sem nærri má geta, hverfur
eins manns vinna á jörð og þó
tveggja sé, án þess að á beri. —
Túnræktin, garðvinna, heyskap •
urinn, haustferðir með fé til lóg-
unar, viðhald húsa — alt þetta
tekur til sín vinnu og þessi störf
gera sig ekki sjálf. Konurnar liafa
alt annað að gera í sveit en sitja
hjá og verða að bæta við sig um-
sjón gesta, þegar þá ber að garði
og sjá um sama leyti fyrir heimili
sínu. Sala greiðans er að líkind-
um aldrei of liá um heyanna. tíma;
þá tefja gestir fyrir verkum, svo
að miklu munar, stundum raska
]ieir rúmhvíld lúinna heimamanna.
Þrifnaður á sveitaibæjum er
þannig, jafnvel í kotum, að
minni reynd, að hverjum sæmi-
legum gesti er samboðið. — Ilvor-
ugur okkar gat sannfært hinn um
sitt mál. Eg drep á þetta til að
sýna djúpið, sem er á milli sveita-
lýðs og borgarlýðs. Það er víst
ekki of mælt er eg segi, að í landi
voru búi tvær þjóðir eða þrjár.
Gestrisni í fornum skilningi á
að vísu dauðadóminn yfir sér í
sveitum, sem eru undir átroðningi
sumargesta. Hún getur eigi stað-
ist, þar sem fólkið vill bjarga sér
og sínum.
,Eina og þó tvær sögur, sagði mér
Borgfirskur bóndi og annar aust-
ur í Rangárvallasýslu. Reykvísk-
ir efnamenn vildu fá sumardvöl
hjá þeim fyrir konur og börn, en
vildu eigi hús né aðstöðu til eldi-
mensku, þegar það kom í ljós að
sveitakonurnar gátu elcki bætt á
sig að þjóna þessum sumarfugl-
um til borðs og sængur. Reykja-
víkur fólkið ætlaðist til þess, að
því væri bætt á sveitaheimilin,
fólkslítil um sláttinn, — eins og
sveitakonurnar væru til þess hæfi-
legar. Þetta. sýnir skilningsskort-
inn á kjörum og aðstöðu sveita-
heimilanna. —
Aftur gera sveitamennirnir ráð
fyrir því, að þetta fólk geti borg-
að dýru verði það sem það fær úti
látið. Sannast enn hið forn-
kveðna “að margur ristir breið-
an þveng a f a n n a r s manns
skinni.” —
Lífið er orðið með allmiklum
hraða í landinu síðan samgöngur
bötnuðu og farartæki, bílar komu
og- draumar fjalla um flug-ferðir.
Yfirbragð almennings er orðið
með meiri gleðibrag en áður var
og- málrómurinn 'hressilegri. Eg
man þá tíð, þegar landslýðurinn
bjó við hallærið og vesturfarar
hugurinn var mestur. Augun voru
döpur og- málrómur margra nærri
því vælulegur. Nu eru öreigarn-
ir, hvað þá hinir, djarflegir í