Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 128
124
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA.
ÞaS er mitt ráö, 'þó kanske sé kalt
og- kallað sé vandaspor,
aö fara til Vesturheims fyr en alt
er falliö i skuld’r og hor.
Til kaups látum 'búiö hiö fyrsta falt,
og förum svo strax í vor.
Það eitt getur bjargað böls úr þröng
og börnunum veginn greitt,
þó kosti það margt og leið sé löng
ei látum það hamla neitt.
Þar veitt getur herran oss hús og föng,
og hrakning í rósemd breytt.”
Svo voru nú þessi ráðin ráð
og rösklega’ í framkvæmd sett.
Þó margt væri erfitt og misjafnt spáð,
að markinu stefnt var rétt.
Og brúðurin trygg með blíðu og dáð
fékk 'bónda síns umstang létt.
En fram á skip þegar fólkið dróg,
er flutt var um kvöldið seint,
hún stóð, og til baka starði í ró,
en stundi þó hægt og leynt.
Hvað inni fyrir í brjósti bjó,
sá bezt veit, er hefir reynt.
Þá mælir hún h'ljótt við sjálfa sig:
— því sár er í brjósti þrá —
“Já, hörð eru örlög, sem hrífa mig,
mitt hjartkæra land, þér frá.
í hinsta sinni nú sé eg þig,
með sólskinið fjöllum á.
Mér innra finst þetta augnablik
sem á mig að kallir þú,
og eins konar lamandi hugar hik,
svo hroll kend1 er ímynd sú.
Eg heldð ef að væri hægt um vik
eg heim snéri aftur nú.
Já, hart er að kveíSja í síðasta sinn
þá sveit, þar sem/ undi eg bezt,
og sárt er að horfa til hlíðar inn,
þar hug gullin átti’ eg flest,
en skilja við blessaðan bæinn minn
mér blöskrar þó allra mest.
En þó eg nú frá þér flýi hratt
í fjarlæg og ókunn lönd,
þá veit minn guð, eg segi það satt,
þau sárt er að slita bönd,
sem viðkvæm mín ástin við þig batt
og vígð eru’ af drottins hönd.
Og ei er 'það léttúðar löngun bráð,
sem leiðir mig þessa braut;
eg hefði sérhverja heldur þáð, ‘
að heyja hér lífs míns þraut,
og loks þegar var sú hinsta háð
að hníga í þitt móðurskaut.
En lífsþörfum, er þyrpast á,
vér þurfum að sinna mest;
þá eðlishvöt, borgið börnum sjá
í brjósti vér geymum flest,
og ættum því velja hið eina þá,
i öllu, sem gegnir bezt.
Eg sá hve ægilegt útlit var,
en ógnaði’ að þyggja af sveit,
svo heldur kaus fyrir handan mar
að halda í gæfuleit.
Hvað framtíðin ætlar okkur þar,
það aleinn minn drottinn veit.
Eg fel honum sérhvert fótspor mitt,
og framkvæmdir, efni og ráð
■hvort langt vor þar bíður líf, eða hitt,
það lýtur hans gæzku’ og náð.
Hann blessi þig æ, og alt, sem er þitt
mitt elskaða feðraiáð.”
SJÓFERÐIN.
I.
Nú skipi frá landinu loksins var ýtt,
í lestina fólkinu’ er kasað,
en bæði er þar galað og gargað og kitt
og grátið og hlegið og masað.