Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 114
110
TlMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Alstaðar liefir það sannast í
landi voru, að þeir menn liafa á
umbrotaáruin síðustu boðafalla
staðið föstustum fótum, sem bafa
farið varlega að ráði sínu og ver-
ið tortryggir gagnvart umturn-
inu. Iheldnir, fastlyndir menn,
sem lifað hafa svipað því, sem
gerst hefir í landinu, áður fyrri,
hafa varðveitt fjárhag sinn og
heilsu, sína og sinna. En það er
satt, að þeir liafa smám saman
verið neyddir til að lúta í lægra
haldi fyr.ir ‘ ‘ þeim, sem aldrei
þelktu ráð” í raun oy veru, mönn-
um, sem gerðu kröfur til annara
en s.jálfra sín um fjárframlög og
af rek.—*
Leiðtogar svo kallaðir hafa ris-
ið upp í ö’llum áttum, heiftúðugjr
og nasbráðir, sem náð hafa tang-
arhaldi á f jölda manna með orða-
gjálfri og spádómum um sælu og
auðæfi, ef þeirra forsjá væri hlítt
—sem þó er alls engin forsjá.
Þessir menn sá engum grókornum,
og mun uppskeran bregðast, þeg-
ar svo illa er í garðinn búið. —
Það brennur við í landi voru, að
þjóðleg gætni er lítilsvirt og slig-
uð af hálfu uppivöðslunnar, bæði
á fjármálasviðinu og þjóðmála-
sviðinu. Þessir annmarkar munu
ganga um öll lönd að vísu. En
stóru 'skijtin þola betur áföll en
smáfleytur, sem skvettur ganga
yífir, auk heldur stærri ólög. Lík-
indi virðast mæla með því, að ís-
lenzkir sveitamenn yrðu síðla
teymdir á eyrunum, þó að at-
kvæðasmalar kæmu til þeirra með
gapanda gini. En þó hefir stapp-
að' nærri um það. Hitt er minna
tiltökumál, þó að takast mætti í
þéttbýlum þorpum að æsa upp lýð-
inn, þar sem dagiegum blaðaút-
gáfum og fundaæsingum verður
við fcomið. Þessi taumþægni al-
mennings hefir vaxið þrátt fyrir
aukin skólafræði og má af því ráða
þann sorglega sannleika, að skóla-
mentun orkar ekki því að koma í
vitsmunina vexti og viðgangi al-
ment.
Þar sem jarðvegurinn er dásam-
lega frjór frá umliðnum öldum,
getur ])að gengið á tréfótum
strákalukkunnar um tímabil —
]>að hátterni að skera upp án þess
að isáð sé. Það gera menn, sem
flefca náunga sína í ábyrgðir, sem
ábyrgðarmennina brenna a baki
að lyktum. Slíkt hið sama gera
þeir gapuxar, sem ærslast í “um-
bóta” áætlunum á þann hátt, að
þeir menn verða að borga brús-
ann, sem standa á fornum merg
viturlegra lifnaðarhátta. En þeir
menn verða fljótt mergsognir,
þegar á þeim lafa ótal blóðsugur
og mergætur mannfélagsins, í
skálkaskjóli löggjafar, sem er al-
æta í efnum og áhöldum forsjáln-
innar.
Tvær þjóðir t landi.
Svo má að orði kveða, að nú lifi
tvær ])jóðir í landi voru — eða
jafnvel þrjár: Sveitafólkið, dag-
launamenn og sjómenn í þorpum
og svo kaupmenn og embættis-
menn og aðrir borgarar í bæjun-
um.
Hugsunarliáttur, lifnaðarhættir