Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 66
62
TÍMARIT Þ.TÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
innan í bögglinum var pappa-
kassi með sæta-brauði í. Ofan á
í kassanum var mjó pappírsræma
og á hana ritað með hendi Rúnu:
“Mamma biður þig' að fyrir-
gefa að hún fer með þig eins og
barn. Plöggin eru gagnleg, kölc-
urnar ekki betri en búða-kökur,
en þær eru—að heiman. ”
Hér var þá gefin gild og góð
ástæða til að skrifa lieim og það
gerði liann tafarlaust. Tjáði
hann henni ástasögu sína frá upp-
liafi, frá gagnslausum tilraunum
sínum að útrýma þeim tilfinning-
um, og hvernig mynd hennar hefði
óbeðin, tekið sér bústað í lijarta
sínu og sæti þar enn í leyfisloysi.
Eftir alvarlega íhugun hefði hann
afráðið að fara til Norðurálfu án
þess að auka henni áhyggju með
þessum einkamálum, en að til-
finningar sínar hefðu að lyktum
knúð sig til að rjúfa þögnina.
Bréfið endaði hann á þessa leið:
“Sé eg nú svo óhamingjusamur
að þú sért mér allskostar fráhverf
eða öðrum háð, má eg þá biðja þig
að segja mér það hispurslaust, og
binda þannig enda á barnalegar
vonir og drauma?”
“Aftur á móti sért þú engum
iiáð og hefir ekki neina sérstaka
óbeit á mér, má eg ])á biðja þig um
lítinn neista af von? Má eg halda
áfram að bera mynd þína í hjarta
mínu, mér til hugarléttis í einveru
og þrautum?”
Samtímis skrifaði hann Birni
0g bað hann, meðal annars, að
gejuna vandlega innlagða erfða-
skrá sína, “þangað til,” skrifaði
hann, “eg annað tveggja er fall-
inn frá, eða kominn heim aftur.”
Auðvitað arfleiddi hann Búnu að
öllu sem liann átti, föstu og lausu,
en það vissi Jón einn.
Litlu síðar dreymdi Jón móður
sína í annað sinn. “Þú fórst
ekki að ráðum mínum seinast,
Nonni' minn,” þótti lionum hún
segja og livesti á hann augun.-”
“Nú veiztu samt hvar gimsteinn-
inn er hulinn. IJann er þín eign.
Taktu hann þá og taktu hann
strax. ’’
Morguninn eftir, rétt áður en
gengið væri . til æfinga, bárust
honum tvö bré'f frá Grunda.rkoti.
Annað var frá Búnu og stakk
hann því í brjóstvasa sinn, en liitt
var frá Birni og* það opnaði hann
og las.
Það var ekki laust við að hann
væri skjálflientur þegar liann um
kvöldið opnaði bréfið frá Rúnu,
en ekki hafði liann lengi lesið
þegar rofa tók fyrir sól, gegnum
kvíðakólguna, sem allan daginn
hafði grúft yfir huga hans. Bréf-
ið var stutt en efnisríkt og alúð-
legra en liann hafði framast vog-
að sér að vona.
“Vinur minn”:
“Eg* þakka þér bréf þitt, því
fremur sem við vorum farin að
óttast að þú værir búinn að
gleyma okkur hér í skóginum. Þú
biður um afsökun fyrir bæði efni
þess og orðalenging. En ]>að var
óþarft. Mér þótti það ekki of
langt, og livað efnið snertir ])á er
það nú sannast, að eg sé ekki
hvað þar er að afsaka. En efnið