Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 42
38
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hans 'koma ávalt og alstaðar fram
í kvæðum hans; og er því ekki að
furða, þó sumum finnist l.jóð lians
erfið aðg'öngu, sér í lagi þeim,
•sem vanir eru við andlegt létt-
meti. Þó held eg, að í framtíð-
inni verði það talinn sómi fyrir
núlifandi 1 s 1 e n d i n g a, hversu
margir þeirra skildu Stephan og
unnu honum.
Við að atliuga æfiferil Steplians
(f. Stephanssonar, styrkist sú trú
manna, að ljóð hans eigi langa
og fagra framtíð fyrir höndum.
Þroski hans sem skálds, frá liag'-
mælsku óbreytts unglings til and-
ríkis og snildar stórskáldsins, var
eins hægfara eins og hann var á-
kveðinn. Hér var móðir Náttúra
að verki, eins og þegar hún vand-
ar sig mest. List Stephans bloss-
aði ekki upp á himni íslenzkra bók-
menta alt í einu, eins og lofteldur.
Miklu fremur líktist hún óþektri
stjörnu í ljósaskiftunum, í fyrstu
svo óglögg, að þeir einir eygðu
liana, 'sem hvassa sjón áttu. En
smátt og smátt skýrðist hún, og
aldrei ljómaði hún skærar en þeg-
ar myrkur heimskunnar grúfði
svartast yfir vestrænni menningu.
Mörgum þeim samtíðarmönnum
Stephans, sem skaparinn hafði
blásið í brjóst neista skáldgáfunn-
ar, uxu fjaðrir í heimkynnum bók-
menta og lista, en auður og aðall
blésu þeim byr undir báða vængi.
Má þó svo að orði kveða: að flug
sumra þeirra nam ekki hærra en
steinkastalar auðvaldsins, að þeir
komust aldrei út úr rykmekki
skrílsmenningarinnar. En Stephan
lá við barm náttúrunnnar og safn-
aði kröftum “úti á víðavangi, ’ ’
unz hann náði taumlialdi á sjálf-
um Pegasus, og eins og Þorsteinn:
“Hann fór því hirðlofsins van,
Hristandi af vængjunum böndin.”
Margvíslegar torfærur liggja á
vegi listamannsins, en engar hat-
ramlegri en þær, sem hann skap-
ar sér sjálfur með því, að virða
“hirðlofið” að vettugi. En svo
fer jafnan fyrir þeim—í svip að
minsta kosti — sem lirista af
vængjunum böndin, og láta sann-
leikann gera sig frjálsan. 0g
fi'jáls var Stephan, að hann Ivað
npp xír, nær honum sýndist, hvort
sem í hlut átti eitt ómenni, eða
lieilt stórveldi, hvort sem liann
stóð einn uppi, eða hann átti heila
sveit g'óðra manna að baki ®é/r.
Margir, sem dá þetta lundarein-
kenni eins og það lýsti sér hjá
fornmönnum, lágm Stepliani á
hálsi fyrir að sverja sig í ætt við
forfeðurna, og töldu einbeitni
hans og djörfung vera einstreng-
ingshátt og stórboldvaskap. Ekk-
ert er fjær sanni en bregða
Stephani um þessa bresti. — Þeg-
ar véfréttin g-erði upp milli grískra
gáfumanna, og kvað Sókrates
vitrastan þeirra, segir sagan að
hann liafi með engu móti skilið
þetta fyr en hann komst á snoðir
um að liann var sá maðurinn í
Aþenuborg, er sárast fann til fá-
kunnáttu sinnar. — Eg liygg, að
hið þróttmikla, andvaka vit Steph-
ans liafi átt að sumu leyti rót
sína að rekja að sömu upptökum
eins og vizka gríslca spekingsins.