Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 22
18
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
kyn, þó menn hafi haldið byrjun-
airsagnirnar komnar af þeim al-
veg öfugd við það, sem er. Af
lijarna kemur híra að lifa í ró og
makindum, líka hjara, að tóra,
lifa, en af hjaðna kemur liíðast,
eig. liverfa, fara í dvala, og af því
híð, eig. hvarf, dvalalega hjarnar.
Framiam greindar breytingar á
stofninum hvarf eru ekkert ótíð-
ar t. a. m. #hvarf-n=hjarn, eig.
samanhorfinn, saman hvirflaður
snjór. gaddur; #hvarf-ni=hjarni,
eig'. það, sem hverfur, snýst, haus,
heili; *hvarf-si = hjarsi = hjassi.
1. hvirfill, höfuð, 2. hvarflandi
maður óráðinn, seinlátur slóði;
*hvarf-ri=hjarri, gaddur, sem er
snúizt eða liorfið um (í hjörum).
Og er ekki laust við að manni
hnykkji við, að heyra Fritzner
klöngrast um karre, skarre, kerr-
an, garrire, kirren, knarren til að
skýra orðið af liljóðinu!
Hilmir, konungur, “eig. húinn
hjálmi, af hjalmr,” seg'ir danska
Lex. poet. Svh. Egilss. Það er
langt fi'á því, að hilmir merki eig'.
þetta. Merkingin er hrapallega
mis.sögð. Hilmir á ekki skilt við
hjálm og er líka auðsjáanlega gjör-
merkingar en ekki þolmerkingar.
Guðbrandur Vigfússon sagði eig-
inlega merkingu orðsins stýri-
maður og af því stjórnari, kon-
ungur, og’ er það nær lagi. Hjálm
(m fyrir p) og hjálmun eru kom-
in af sögninni að hjálpa og- merkja
eig. lijálp, hjálpartré,, stýri;
hilmir (m fyrir ]>) eins, eig. hjálp-
ari, sá, sem menn eiga traust og
baJd til að sækja, a.f því konung-
ur. Hjálmr er aftur kominn af
liválfa fyrir áskifti v við j og' f
við m og merkir eig. það, sem
hvolfir yfir e-u eða geymir e-s;
sbr. heyhjálmr, k o r n h j a 1 m r,
kertalijálmr o. s. frv. Árheitið
Hjálmunlá er látið vera í vafa í
lexikoninu með þeirri staðlausu
getgátu, að heitið merki “eig. á
bein eins og lijálmunvölur; sbr.
lijahn- í norskum árheitum
(Ryg'h hls. 102).” Lá merkir
sjávarjaðarinn, sem skolar strend-
ur og svo grunnsævið með fram
þeim. Hjálmunlá merkir þá orðrétt
stýris grunnsævi, þ. e. a. s. áin
tekur nafn af svo grunnri innsigl-
ingu, að menn liafa orðið að
leggja stýrið úr lagi til að komast
inn. Rétt virðist vera að skjóta
því hér að norrænufræðingunum,
er fást við orðtengðafræðilegar
skýringar norskra árheita, að oftar
muni ]>að koma sér betur, að liugsa
til heylijálma eða kornlijálma
heldur en til stýris, þegar hjalm-
kemur fyrir í árheitum.
Hvalur er á Ensku whale og á
Þýzku Wallfisch. Ekki leyfist
manni að glóra í eiginlega merk-
ingu orðsins af þeim tungum; en
heldur er hægt að botna í henni
af íslenzku. Hvalur er nafnorð
og sjálfsagt lýsingarorð líka sam-
stætt sögninni að livella álíka og
svalur svella, samstofna hvel og
merkir þá eig. kúptur. Sögmin
hvella er sterk sögn að réttu lagi,
hvall, *hollinn, að gjalla, svo sem
eiginlegt er hveli eða því, sem
holt er, af beygingarstofnum
hennar kemur holkn eða hólkn,