Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 113
FRÁ ÍSLANDI 1927
109
og g-laðst af frásagnarlist þeirra,
sem þar seg'ja æfisögnr sínar —
ólærðir menn að öllu leyti, en svo
greinagóðir, að furðu sætir, þar
sem þarna eru að verki menn, sem
alla æfi vóru erfiðisvinnu háðir og
jafnvel skortinum. Hálfgildings
mentamenn vorir mundu naumast
betur gera. Annars þarf ekki í
þess háttar samanburð. Hitt er
að greina, að þrátt fyrir uppeldis-
kenslu í barna- og alþýðuskólum
vorum undangengin 40 ár, er svo
háttað í landinu, að aldrei frá
byggingu þess, hefir veitt svo
auðvelt sem nú s. 1. árin, að seila
þorra manna aftan í lýðs’krumara
og ósannindamenn, þar sem um
allsherjar málefni er að ræða.
Þetta misendi er svo áþreifanlegt.
að ekki tjáir móti að mæla. Eg
vil t. d. nefna það, að 1909 var
þjóðinni talin trú um að samn-
inga-uppkastið við Dani, sem
Hannes Hafstein stóð að, leiddi
þjóð vora til niðurdreps land-
ráðamenskunnar. En þeir samn-
ingar voru samkvæmir þeim rétt-
indum til lianda þjóð vorri, sem
Jón Sigurðsson og Benedilrt
Sveinsson dreymdi lengst og liæzt
um, allri þjóðinni þá til gleði og
aðdáunar. Mótstöðumenn Hann-
esar Hafsteins og upjiliastsins
neituðu aldrei því, að það færi
eins lang't og Jóni og Benedikt
þótti gott. — S’íðan hefir þjóðin
verið gint moð ósannindum við
þingkosningar, allmiMll fjöldi
liennar. Nýjabrumsmentunin get-
ur ekki reist rönd við þjóðmála-
skreytninni, dugar ekki til þess,
m. ö. o. setur eigi undir leka
grunnfærninnar. Þessi litla þjóð
getur ekki risið undir fullveldi,
nema í orði kveðnu. Mannalætin
lenda í þeim ógöngum að lokum
að reisa sér um öxl hurðarás f jár-
gjalda til ‘ ‘ ríkisins, ’ ’ sem þegnarn-
ir fá ekki borið á herðum sér.
Sennilega fer svo, að bjargálna-
menn rejma að forða sér úr landi,
þegar svo er komið, sem skamt
mun að bíða, að þeir verði upp-
etnir af sveit og “ríki.” Jafnað-
armanna foringjarnir ætla að
bæta úr öllu.með þjóðnýtingu. En
með þeirri forystu mundi aðeins
nýr asni verða leiddur inn í her-
búðimar—um nýjar dyr, því að
þeir menn kunna ekki skynsamleg
bjargráð.
Hittur nagli á höfuðið.
Það tíðkast um allar sveitir, að
stökur eru gerðar, sem hitta nagl-
ann á höfuðið. Þessi staka fædd-
ist í kaupstað nýlega, daginn eftir
að “jafnaðarmenn” unnu á í bæj-
arstjórnarkosning'um, en vísuna
gerði borgari; sem þó er ekki
naifnkunnur fyrir ljóðagerð, djúp-
hygginn:
“Upp er skoxúð engu sáð,
alt er í varga ginum;
þeir, sem aldrei þektu ráð,
þeir eiga að bjarga hinum.”
Vísan er mæta vel gerð og liefir
þann vísdóm að geyma, sem tek-
ur út í allar áttir þjóðlífsins —
auðvitað á líkingarlegan hátt, eins
og gerist um skáldskap. Það seg-
ir sig sjálft.