Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 41
Stephan G. Stephansson.
(Nokkur orð um skáldið og manninn).
Eftir Dr. J. P. Pálsson.
AÖ eg liefi i'ærst í fang að rita
nokkur orÖ um Stephan 0. Steph-
ansson, kemur ekki til af því, að
eg þykist verkinu vaxinn eða bú-
ist við að komast þangað með
tærnar, sem ý m s i r íslenzkir
mentamenn ná með iiælana. Auk
þess trúi eg því fastlega sem
Yoltaire segir: “Eg lield að tvær
blaðsíður, sem sýnirhorn af and-
ans fegmrð stórskáldanna, séu
miklu meira virði en alt lofið, sem
eftir þá er skrifað.” Ástæðan
fyrir línum þessum er öllu frem-
ur sú, að mér er ljúft að minnast
mannsins’ ekki síður en skáldsins;
]>ví mér finst eg eiga Ijáðum mik-
ið upp að inna. Ekki er heldur ó-
iiugsandi að þeir, sem skygnast
vilja inn í skapgerð Stephans,
þegar árin líða, verði þakklátir
þeim, sem voru honurn sammála
og samferða og sem að einhverju
leyti létu í ljós skilning sinn á
honum. Svo má varla minna vera
en við, sem skiljum liann að ein-
hverju leyti og njótum verka
hans, gerum okkar ýtrasta. til þess
að vekja athygli liinna, og auka
skilning þeirra á ljóðum lians; því
svo er um fjársjóð þann, er hann
arfleiddi heiminn að, að hann á-
vaxtast því meir sem fleiri njóta
hans. Og' eg trúi því, að margir,
sem áttuðu sig ekki á þessu and-
ans trölli, meðan liann dvaldi
meðal okkar, eigi eftir að sitja í
auðmýkt við fótaskör hans og
læra:
“AS tekjulaust er giilli'S vits og vona,
AS vita þaö, en leita og grafa þó,
Og þykjast aldrei nema af því nóg,
Oss finst þaS heimskt—en samt er það
' nú svona:
þá eignin manna öll er reidd til þings,
Og erföa-minning Skiftir sanngjarn dauö-
inn,
Viö kysum sögu-sæti Þveræings
Oss sjálfum fyr en Mööruvalla-auöinn.”
Eg var svo heppinn að kynnast
Stephani persónulega, og eg dáð-
ist ekkert minna að honum sjálf -
um, en ljóðunum hans, enda munu
fá skáld hafa komið eins oft til
dyranna, eins og þeir voru klædd-
ir, sem hann. Það sem mér fanst
mest áberandi, í viðkynning við
hann, var skarpskygni lians, góð-
menska, hreinskilni og víðtæk
þekking á öllum sviðum hæði að
fornu og nýju. Til dæmis komst
eg að því, að liann liafði glöggva
h u g m ý n d um líkamshygging
mannsins og nefndi líffærin nöfn-
um, sem vísindamenn hafa gefið
þeim. Og svo var hann liarður.
eins og íslendingar kalla það, að
hann henti stundum gaman að
þeim kvillum sínum, sem drógu
hann til bana. Og þessi sérkenni