Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 49
STEPHAN G. STEPHANSSON
45
Stephans, né skoðanir lians á kyn-
málum, sem nú er mest f jallað nm,
langar mig til að orðlengja hér
ofurlítið. 1 ritgerð sinni “Jökul
göngur,” segir hann frá því, að
hann liafi eitt sinn verið “stadd-
ur við sveitasýning', hérna vestan hafs.
iÞ'angaö kom múgur og margmenni af
vænu og velbúnu fólki. ÞaS ætlaSi a'ð
skemta sér viS eintóm búpeningáþing —
furðulega feit svín, og uxa af aSalsnauta-
ættum. — — Mér varS þaS minnistætt,
sökum oröanna, sem einhver svaraíSi mér
þarna. Eg haföi sagt eitthvert hrósyrði
um manninn, sem mesta virSinguna hlaut,
tók viö flestum verðlaunum, og varð eins-
konar kounngur dýranna í kvíunum.
‘Ojæja’ laumiaði einhver náungi að mér,
sem nálægt stóð, ‘en eg veit varla hvað
segja skal, þegar sjálfur fósturfaðirinn
er verst rsektaða skepnan í hjörðinni.’
Pessu hefi eg aldrei getað gleymt.----
Hér var saman komin öll sveitaráhyggj-
an.”
Það fer varla hjá því, að Steph-
an hafi órað fyrir því, að kyn-
val sé nauðsynlegt mönnum eigi
síður en skepnum. En “Man-
söng” lét hann eftir sig, svo ekki
yrði um vilst, að liöfuð og hjarta
ætt-u að starfa saman í þeim mann-
bótum, sem nú þegar hefir sum-
staðar lagst til nolckur köld lága-
ákvæði. Aftur á móti var hann
fráhverfur hinni svokölluðú
Freud-stefnu—að kynhvötin ráði
beinlínis eða óbeinlínis öllum
hugsunum, orðum og gerðum
mannanna; og honum féll miður,
að mörg af yngri -og efnilegri
skáldum Islands virtust leggja
allmikið upp úr þessari kenningu.
Sökum frumleika Stephans er
erfitt að bera liann saman við önn-
ur skáld. En við hverja tilraun í
þá átt, vex hann í vitund manns.
T. d. er allmargt skylt með hon-
um og- Robert Burns. Báðir voru
fátækir bóndamenn, báðir sjálf-
mentaðir, báðir einarðir talsmenn
lítilmagnans; báðir alfrjálsir í
skoðunum. Tungan lilýddi báð-
um eins og gott barn. En hér stóð
Stephan betur að vígi; því það
mál, sem Burns orti á, hversu
lífs-lifandi sem það varð í ljóðum
lians, má teljast lirognamál í sam-
anburði við íslenzkuna. Enda. er
það eitt af afreksverkum Steph-
ans, hversu íslenzk tunga hefir
auðgast fyrir andagift hans og
orðlægni. En þá skilur alveg með
þeim Burns og iStephani, þegar
tekið er til greina líf þeirra og
lífsstarf. Eldurinn hjá Burns
blossar upp og brennir hann á
unga aldri upp til ösku; en hjá
Stephani varir liann sem verm-
andi blessun langrar og farsællar
æfi.
Margir virðast í nokkrum efa
um, hvort ljóð Stephans verði
nokkurn tíma víðlesin. Sá efi
finst mér sprottinn af vantrausti
til snildar hans, hyggjuvits og
framsýni. Fyrir mitt leyti er eg
sannfærður um, að sá mannheim-
ur, sem Stephan Gr. Stephansson
vinnur fyrir og vonast eftir, á sér
stund og stað á komandi öldum;
og’ þá verður hann lárviðarskáld
])jóðar sinnar—gjörvalls mann-
kýns.