Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 48
44
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
verða svo ekki á annan liátt varir
viðkvæmni lians og blíðu.
Tilfinningar Stephans blossa
aldrei upp, né kólna út, á einu
augnábliki. Þær koma fram í
kvæðum lians og lífi eins og verm-
andi bjarmi, Ijós, sem aldrei
blaktir á skari, ylur, sem aldrei
•kulnar. Eftir, íþessu tók eg fyrst,
þegar eg las kvæðið “Kurlý”:
“ViS sáumst ei tíöar. — Er lækkar á leiö
In lágfleyga desembersól,
Þú árlega heimsækir huga minn þó
Og heimtar ’ann til þín um jól.
Eg spyr ei til leiöar— neinn vísar mér veg
Né velur þar betur en eg.
Þitt hérað er draumland mitt, hús þitt
mín spá,
Og hugurinn ratar þann veg.
í gröf þína, Kurlý mín! kveö eg um jól,
í kot þitt, í höll þína inn.
í fásinni áranna ekki er þér gleymt,
'Því enn er eg riddarinn þinn.”
Um tildrög kvæðisins sagði liöf-
undurinn mér þetta: Stuttu eft.ir
að hann kom að heiman var bann
vinnumaður bjá bóndalijónum i
Wisconsin-ríki. Þau áttu sex ára
dóttur fallega og brokkinhærða,
sem hændist svo að útlendingnum,
að hún kaus oft belduf að vera
hjá lionum en foreldrum sínum.
1 vistarlok kvaddi hann húsbænd-
ur sína árla morguns, löngu fyrir
vanalegan fótaferðartíma “Kur-
lý”; en þegar Stephan var að
ganga úr hlaði, snaraðist ‘ ‘ Kurlý ’ ’
út úr bæjardyrunum, stökk upp í
fang hans og þrýsti höfði hans að
barmi sínum: “So you were go-
ing away, Steve, without saying
good-bye to Curly ? ’ ’
Eftir það sá Stephan hana
aldrei. En tuttugu til þrjátíu ár-
um síðar orti hann snildarkvæðið
um litlu kærustuna sína; og tutt-
ugu og þrernur árum eftir það,
fann eg að ,enn lagði ylinn frá eld-
inum, sem litli enski óvitinn hafði
tendrað í lijarta útlendingsins,-
Þá hefi eg lieyrt menn segja, að
kaldlyndi Sitephans sýndi sig í
því, að ekki liggi nein ástarljóð
eftir hann. Að líkindum liafa þeir
hinir sömu ekki komið auga á
kvæðið hans “Mansöngur. ” Það
mun óþarft, að leita í ljóðum
Stephans eftir ópum æstrar kyn-
hvatar. Tilfinningalíf hans var svo
margþætt, og samræmi þess svo
fullkomið, að þar fékk engin ein
tilhneiging að sitja að völdum.
Fyrir ríki hjarta bans réði ein-
valdsdrottning—mannvizkan. Dg
undir stjórn hennar urðu tilfinn-
ingar og hvatir siðaðar án þess að
sofna, hraustar án hamstola æðis.
Ekkert af kvæðum Stephans bera
Ijósari vott þess, hversu mikla
rækt hann lagði við tilfinningar
hins breyska mannslijarta en
“Mansöngur.” 0g þegar tímar
líða fram og meiri festa og jafn-
vægi kemst á skapgerð mannanna,
finst mér ekki ótrúlegt að fleiri
ástarkvæði verði ort í líkum anda
og “Mansöngur.” Enda trúði
Stephan mér fyiúr því, að stúlk-
an, sem hann orti kvæðið til, var
hans eigin Jmgsjón.
Af því eg hefi enn ekki séð neitt
ritað um þennan þátt í sálarlífi