Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 46
42
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
liðinna ástvina, blasti lífið við
honum, lieilt og óskift, gott og
blessað í sigurför sinni út úr ó-
skapnaðinum. Fyrir Ijósi ,skyn-
■seminnar hvarf grafannyrlkrið.
því í sjálfum dauðanum er lífið
enn að verki. 0g frá gröfinni
gekk hann í hátign norræns mann-
dóms, sem ekkert hræðist og bið-
ur sér aldrei griðar.
“Og ekki var hugsjón hans hegning né
laun,
Nei, hun var alls manngöfgis sjálfskyldu-
raun.”
Bkki var langt frá því, að Steph-
an væri, um eitt skeið álitinn
landráðamaður. Þó þekki eg
engin ættjarðarljóð hugljúfari,
þróttmeiri og fegurri en sum
kvæði Stephans. Aðferð hans
var, hér sem víðar, önnur en sú,
er maður á að venjast. Ast hans
á landi og þjóð var ást lians á
jörðunni, gjörvöllu maimlcyni. Og'
sú ást var svo rík og rót-tæk, að
liún læðist út í hendingum lians,
þegar minst varir. Aldrei verður
hann svo hrifinn af tign og feg-
urð náttúrunnar, að mennirnir
gleymist honum. Ilér, eins og æ-
tíð, er hann í fullu samræmi við
líflsskoðun sína: að lífið og nátt-
úran sé ein óslitin heild. Fegnrstu
náttúru-lýsingar Steplians hlaupa
upp í fang’ið á manni, sem dæmi-
sögur goðborins spámanns, t. d.:
“Oll fjöll voru gaddhvít, og grimmlegust
þau
>sem gnæf"öu yfir bygðinni hæst.
Á jökla þá leggur iö haröasta hjarn,
sem himninum teygja sig næst.”
—Eða smákvæðið “Sóllaukur.”
Margt s'káld hefði gert sig ánægt
með þá nákvæmni í lýsing og snild
í rnáli, sem kemur fram í ljóðinu
um litla “angurgapann,” og látið
þar við sitja; en hjá Stephani
verður það að eftirmæli eftir ó-
þekta liermanninn, ’ ’ sem vakað
hefir, strítt og fallið í liði þeirra
vormanna, sem geta tekiÖ undir
með skáldinu:
“Um istund skal viö andviörin una
Meö áhuga þorsins,
Til dýrðlegu daganna muna
Og dreyma til vorsins.”
Og þó er ást Stephans á land-
inu, móður jörð, svo lijartfólgin,
að liann getur ekki liugsað sér að
nokkur maður vonist eftir því
himnaríki, sem ekki ber svip fóst-
urjarðarinnar:
“Fjarst í eilífðar útsæ
Vakir eylendan þín:
Nóttlaus vor-aldar veröld
Þar sem víSsýnið skín.”
Hér gefst elcki rúm til að fara
möi'gnm orðum um þau kvæði,
sem Stephan oi’ti fyrir minnum
landa og þjóða. Enda nægir eitt
þeirra til að gera grein fyrir
“föðurlandsást” hans. Og eg ætla
í því sambandi að benda á kvæðið
lians “Undir íslenzkum fána.”
tít úr hverri línu þessa fegnrsta
ættjarðar-óðs, sem eg liefi lesiÖ,
skín djúp og heit ást til lieimilis,
vandamanna og lieimalands, en
um fram alt gætir mannúÖarinn-
ar og góðviljans í garð allra
manna:
“Ypstu á ólgandi sænum
Sem orösending hvatleg frá bróöur til
bróður.”