Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 107
FRÁ ÍSLANDI 1927
103
kvæmdar. Þessir menn úrræða-
'lausir hér heima, og gærsamleg’a
vonleysnmenn. Svo virtist, sem
örbirgðin gengi í ættir. Svo þeg-
ar þessir auðnuleysingjar, sem
.svo vóru nefndir, komu vestur, óx
þeim ásmegin svo að kalla og þeir
tóku til að leggja isig fram á nýj-
an hátt, sér og sínum til bjargar.
0g margir þeirra urðu bjargálna-
menn og börnin fram yfir allar
vonir. Hér lieima mundi þessi
lýður hafa “lapið dauðann með
krákuskel, ’ ’ svo að eg noti algengt
orðtæki. Börn sumra umkomu-
lausra foreldra, sem fluttu vestur
og’ höfðu frá engu að hverfa, liafa
g’etið sér góðan orðstír í Ye.stur-
álfu heims. Og sá orðstír fer vax-
andi, ef að líkindum lætur. Eg
drep á þetta í upphafi máls míns
vegna þess, að sú fátækt, sem lá
við sveit eða var á hreppnum, var
aðal undirrótin að Vesturheims
ferðum frænd'a vorra síðasta
fjórðung 19. aldar. tJtþrá og
ævintýralöngun var önnur grein
-eða undirrót þeirra þjóðflutninga
vestur um liafið.
1 ungdæmi mínu var sveitar-
'Styrlair veittur þannig, blásnauð-
um barnamönnum, að “þeirn var
lagt heim,” borgað með ómögum
af sveit. Nú er þess háttar stvrk-
ur fágjætur beinlínis. En reynd-
ar eru þurfamenn til, þó að breytt
sé um nö'fnin. Sjúkrastyrkur er
kominn í staðinn. Honum er
þannig liáttað, með lögum, að sýsl-
urnar greiða með berklaveikum
mönnum miklar fúlgur fjár, en
það fé gjalda sveitarfélögin í
sýslusjóðina. Hrepparnir stynja
nú undir þessum gjöldum og fá
trauðlega undir þeim risið. Þau
eru orðin miklu liærri nú, en fá-
tækrastyrkur varð hæstur í mínu
ungdæmi á árunum eftir 1880,
sem kölluð eru ísaárin og harðast
lélai Norðurland, t. d. a. t. Svo
virðist sem berklaveikin vaxi í
skjóli mannúðar og góðvilja. Þau
rök bendi eg á þessu máli mínu
til stuðnings, að þau börn, sem
mest er malið undir og minst eru
hert með vinnuhörku og útivist,
liggja flötust fyrir hvíta dauðan-
um. En þær fjölskyldur, sem
hörku beita við sig og sína, sleppa
helzt við þessa landplágu og verða
svo að róa undir hinum dauðýfl-
unum. Fólldð, sem lifir eftir
gömlu lögmáli matarhæfis og
vinnubragða og klæðnaðar, virð-
ist harka af sér þessa lævísu veikl-
un, enda þótt húsakynni megi
kalla ábótavant. Nú er sjúkra-
styrkur þessi þeginn kinnroða-
laust, þó að á hreppnum lendi að
vissu leyti. Því að sýslusjóðs-
gjöldunum er jafnað niður á ein-
istafclinga hreppanna “ eftir efn-
um og ástæðum, ” þ. e. a. s. á sama
hátt, sem fátækrastyrk var fyrr-
um j'afnað. Svona breytast tím-
arnir og mennirnir sömuleiðis.
Abyrgðirnar.
Þá hafa ábyrgðirnar og samá-
byrgðirnar- sína sögu að segja.
Fátækragjöldin, útgjöldin þau á
efna-bændunum fyrrum voru leik-
ur og skemtun í samanburði við
þá alvöru, sem af ábyrgðunum