Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 97
JÓN BISKUP GERREKSSON
93
eigi fyrr en löngu eftir dauða
biskups.
Þannig veitti Nikulás' páfi hinn
fimmti Marcellusi Skálholtsbisk-
upi 1. júní árið 1448 vald til þess
að afleysa leikmenn þá, er lagt
höfðu lieiftugar hendur á Jón
biskup Ghrreksson og setja þeim
liæfilega. refsingu67). En þessu
varð aldrei framgengt, m. a. af
því, að Marcellus biskup kom
aldrei út til Islands, þótt liann
iiéldi Ilólabiskupsdæmi um þrettán
ára skeið. Enda var Þorvarður
Loftsson látinn, áður páfabréf
þetta kæmi til, og því nokkuð örð-
ugra að koma þar fram hefndum.
En árið 1474 er enn stjakað við
málum þessum með þeim hætti, að
Sixtus páfi hinn fjórði ritar
Sveini biskupi Péturssyni í Skál-
holti bréf þess efnis, að hann leyf-
ir honum að afley-sa þá menn, sem
fyrrum (1433) réðu Jóni Skál-
holtsbiskupi Gerrekssyni bana, þó
svo, að þeir, auk vanalegra af-
lausnarskilmála, láti reisa stein-
kapellu við dómkirkjuna, þar sem
jafnan sé lesnar tíðir fyrir sál
Jóns biskups68).
67) Dipl. Isl. IV, nr. 750, (bls. 723).
68) Dipl. Isl. V, nr. 653, (bls. 735-36).
En þótt Jón biskup Gerreksson
hafi fyr og síðar sætt hörðum
dómum manna, liefir minningu
hans eigi að síður verið nokkur
linkind lögð í þjóðtrúnni.
Þannig er þess getið í biskupa-
tali í Uppsölum, að Jón bisloip
hafi verið drepinn á íslandi, en
eigi síðan að liafa gert jartegnir
(dicitur coruscare miraculis)69).
Og síra Jón Egilsson getur þess í
Biskupa-annálum sínum70) að
tveir af böðlum biskups, sem
einkum liöfðu sig í frammi við
dráp hans, hafi orðið litlir gæfu-
menn og skammlífir. Þeir hétu
Óláfur og Jón. Um þá var þetta
kveðið:
“Ólafur liinn illi
biskupa spillir,
þó gerði Jón en verra
hann sá ráð fyrir herra. ’ ’
Af erindi þessu má marka,
hvernig þjóðtrúin hefir litið á
dráp Jóns biskups Gerrekssonar.
Enda bætir síra Jón Egilsson því
við um Jón þann, er varpaði bisk-
upi í Brúará, að hann hafi engan
frið liaft í gröf sinni eftir dauð-
ann og því gengið aftur.
69) Dipl. Isl. V, nr. 15, (bls, 12).
70) Safn t. s. Xsl. I, bls. 35.
SKAMMSTAFANIR:
Bps. Bmf. I: BisUupasögur (útg. Bókmenta-
félagsins) fyrra bindi, Kh. 1858.
Dipl. Isl. IV, V, VIII: Diplomatarium Is-
landicum (íslenzkt fornbréfasafn)
fjórða, fimmta, áttunda bindi.
Ilist. TidskrHistorisk Tidskrift utgiven
af svenska historiska Föreningen
genom E. Hildebrand, Fjortande
Árgángen, Stockholm 1894.
Safn. t. s. fsl. í:Safn til sögu íslands og
íslenzkra bókmenta fyrsta bindi;
Kh. 1853-56.
Smœvir I-IV: Sýslumannaævir eftir Boga
Benediktsson á Staðarfelli. Með
skýringum og viðaukum eftir Jón
Pétursson og Hannes porseinsson
fyrsta og fjórða bindi; Rv. 1881-
1884 og 1909-1915.
Höf.