Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 102
98
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
numin vestan Blöndu, en Langi-
dalur liið efra ónuminn. Þar næst
liefir hann rækilega kannað 'þetta
ónumda land. Hann hefir gert
sér sem ítarlegasta grein fyrir
kostum þess og ókostum, og af-
stöðu allri, því á þeim nána kunn-
ugleik varð að byggja sanngjörn
skifti, milli sona hans og vina;
jafnframt liefir hann haft hlið-
sjón af skaplyndi þeirra, og hvers-
konar búmenn liann hugði þá
mundu verða, og hve umsvifa
miiklir, og mikið undir að friður
héldist innan vébanda landnáms-
ins.
Nirztur er hið væntanlega for-
ingjaefni Véfröður sonur hans
þá Þorbjörn strjúgur launsonur,
þá Gunnsteinn frændi hans, þá
launsynir hans tveir Karli og
Þórður mikill. Syðstur er Auð-
ólfur og var þa skipað landi að
Auðólfsstaðaskarði. Nú mætti
ætla að ÆVarr héldi áfram að
skifta landinu fram Langadalinn,
og gæfi Gaut land þar sem eru
Æsustaðir, en svo er ekki, hann
bersýnilega vill engan fram fyrir
Auðólfsstaðaskarð, og því setur
hann Gaut niður þar sem síðan
heitir Gautsdalur er það efst í
Auðólfsstaðaskarði að norðan, og
telst til Laxárdals.1)
l)Prjú örnefni eru kend við Gaut: Gauta-
dalur upp frá bænum, Gautaskálar I Auð-
ólfsstaSaskarði að norðan og Gautavirki
austan í hrauninu I skarðinu. pað er á
höl ármegin við veginn, þegar neðan
skarðið er farið, og fyrst sézt heim að
Gautsdal. Býsna ótrúlegt er það að Gaut-
■ur hafi haft virki svona langt frá bse sín-
um 4—600 faðma og auk þess fatlaður og
enginn öeirðarmaður.
1 fljótu bragði mun kunnugum
mönnum virðast ýmislegt eftir-
tektavert við þessi landaskifti
Ævarrs. 1 fyrsta lagi að Véfröð-
ur sonur lians er á norður jaðri
landnámsins, og mun það stafa af
því, að hann á að vera varnar-
garður gegn Iiolta og öðrum er ó-
jöfnuð kynnu að sýna þessum ný-
komnu landnemum. Annað, að
Gunnsteini er skipað svo til sætis
að tveir synir ÆVarrs eru honum
til hvorrar handar og er það'eng-
in tilviljun. Gunnsteinn hefir
verið spakur maður og vinsæll, og
honum treyst að standa svo á
millum bræðranna, að engin vand-
ræði hlytust af. Vinátta hefir og
verið mikil milli Gunnsteins og
Þorbjarnar strjúgs, segja munn-
mælin, að þeir séu heygðir gegnt
hvor öðrum í miðju Strjúgsskarði,
þar sem síðan heita Haugar.
Rennur Skarðslækurinn á milli2).
1 þriðja lagi, hvað þeir sitja
þröngt landnemarnir, og mun sú
orsök að félagslífið var þá skemti-
legra, og einkum að landið var
lítið, þegar þeim var eklii leyft
fram fyrir Auðólfsstaðaskarð
en engan mun hafa fýst að flytja
upp í vetrarríkið á Laxárdalnum,
en þar voru sumarhagar ágætir
fyrir búsmalann, og þar skyldi
selin standa, og all-líklegt að þá
hafi Blanda runnið vestur undir
2)Ekki held eg neitt sjáiat nú hvar haugar
þessir hafa verið, en að norðanverðu við
lækinn hefir verið grafinn grifja allmikil
ofan I sléttan lækjarbakkann. Var sagt að
þar hefði Natan Ketilsson verið að leita
eftir fjársjóðum porbjarnar strjúgs, en á-
rangurslaust þó.