Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 134
130
TlMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉTAtíS ÍSLENDINGA
flækst í hjólMokkum og valdið
tjóni ef segl eru feld. Nú fer
annar (“let matrosen”), ný-
sveinninn upp á bómuna, til að
festa reipið og- skríður út hálfa
leið en snýr þá til haka aftur og
niður á ‘þiljur. Litlu seinna fer
eg svo ujip og skríð alla leið og
náði reipinu og gerði það fast á
sínum rétta stað. Þegar eg kom
niður á þiljur, segir karl: “Nu
var du flink, Islœnder.” Mér
fanst hann leggja áherzlu á “Is-
lænder” og þótti mér vænt um.
því metnaður minn fyrir Islend-
ingum byrjaði snemma, og jókst
með aldrinum.
Nú erum við komnir til þorpsins
og strax byrjað að hlessa skipið
með trjávið.
Seinasta kvöldið var öllum boð-
ið á danz. Þar sá eg í fyrsta sinn
“square dance,” (Quadrille). Eg'
sat og liorfði á en vogaði mér ekki
fram á gólfið. En frönsku kyn-
blendinga stúlkurnar drógu mig
inn í hópinn, svo eg’ mátti til með
að gera mitt ítrasta.
Svo sigldum við áleiðis til
Lundúna, og þaðan áttum við að
fara heim til Noregs..
A leiðinni var eg nú að liugsa
um liag minn. Eg sá strax að eg'
myndi aldrei innvinna mér næga
peninga til þess að komast til
Ameríku, ef þessu stutta ferðalagi
liéldi áfram. Ef eg færi lieim til
Noregs yrði eg’ að sitja þar iðju-
laus einn vetur enn og eyða þessu
litla, sem eg liafði þénað þetta
sumar. Nií fór eg að ráðgast um
það við félaga mína hvað bezt
mundi fyrir mig að gera. Þeir
voru einróma á því, að bezt mundi
fyrir mig að komast á sldp, sem
færi langferðir. Seglmakarinn á
skipinu, sem Gunnar hét og ný-
sveinninn Pétur vildu heldur ekki
fara heim til Noregs af sömu á-
stæðu og eg. Yið komum okkur
því saman um að strjúka þegar til
Lundúna kæmi. Fyrsta kvöldið
eftir að við lentum., kom einn af
þessum svo kölluðu “Runners”
um borð. Þeirra hlutvel’k er að
njósna urn livort nokkur af skips-
höfninni vilji strjúka. Þeir eru
agentar fyrir gestgjafahús, sem
eru í hverjum stór-sjóbæ í Evrópu
og’ -sem gera það, að starfi sínu,
meðal annars, að taka á móti
strokumönnum, geyma þá þar til
skip þeirra er farið og ráða þá svo
á annað skip, en taka oftast nær
fyrir fram borgað mánaðarkaup
þeirra. Nú strukum við þrír,
fyrstu nóttina og gistum allir á
sama gestgjafahúsinu. Hásetar
af skipi okkar komu einu sinni að
heimsækja okknr, og þeir sögðu
okkur, að gamli Hanson hefði sagt
að sér væri sama um hina tvo en
að eg væri alt of ungur til þess að
fara svona út í heiminn.
Eftir viku var okkar skip farið
og vorum við þá teknir niður á fit-
skipunarstöð ' (1 sliipping of fice ’)
þar í bænum. Eg hafði lesið
Ensku tvær vikur heima, en mí var
eg alveg- búinn að gleyma því litla,
sem eg liafði lært. Þegar á út-
skipunarstöðina kom er eg
spurður að nafni. Eg segist lieita
“Sveinn Björnsson. ” “Svín,”