Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 37
UM ORÐTENGÐAFRÆÐI ÍSUENZKA
33
rétt. Urðr er ikomið af þátíðar-
stofni varg- með liljóðverpandi
kvennkyns viðskeyti -r, #Yergr,
fyrir stafaskifti *Verðr, fyrir
samdrátt ve í u Urðr, og liefir
samdrátturinn orðið til að koma
á gang karlkyns orði urðr, dauði;
lítur út fyrir að Urðr liafi og
hneigzt lfkt og öx, axar. Því vís-
urnar, er til seiðsins þurfti, eru
nefndar bæði Urðarlokkur og
Varðlokkur þ. e. Varðar lokkur.
Urðr, eig. 'sú, sem ræður bana,
lífi og" dauða, er örlagadísin; Urð-
arorð, orð liennar. Urðarorði
k\reðr engi maðr er heiðið spak-
mæli, sama og þegar að kallið
kemur, kaupir sig enginn frí.
Runnin af verga eru ormr, orri,
orrusta, er skýrir eig. merkingu
enska earnest og þýzka ernst.
Uppliaflegt g hefir í þessu orði
skift við r í íslenzku en við n í
hinum. \
Ýrr er á orði í hinni fróðlegu
ritgerð Margeirs Jóns'sonar, Tor-
s'kilin bæjanöfn í Skagafjarðar-
sýslu, er hann rekur Irafell til
réttnefnis Ýrarfell. Hann \nkur að
því, að kvennheitið Ýrr kunni
vera skylt ýring, úrkomu, og er
það rétt. Orðið er tengt úr, smá-
dropótt regn; neisti, úr er af eldu
jarni; ýra, að skvetta smádrop-
um. Ýrr merkir frekna og ýróttr
frekrióttur; konulieitið isennilega
freknótt, rauðhærð kona; sbr.
Yrsa. En 'frekna er tengð fránn
eig. frlður, ljómandi, samdr.
mynd úr #fragann, #fragnn, fyr-
ir úrfall og hljóðlengingai fránn,
af stofninum frag sagnarinnar
fraga, samdr. *frá, með j-innskoti
frjá, að unna. Frekna merkir þá
ynnilegur smáblettur, ljóma blett-
ur líkt Qg ýrr.
“Þjalfi m. eitthvað, sem lykur
um og lieldur saman,” segir í
danska Lex. poet. Svb. Egilss.
Skýringin sýnist bera með sér, að
próf. Dr. Finnur Jónsson Icunni
ekki deili á því, sem hin jartegni-
lega goðsögu Snorra Eddu felur
í sér um það, hversu Þór eignað-
ist þjónustumenn s í n a, þ a u
Þjálfa og Rösku. Sagan segir, að
Þór gisti bónda, nokkurn og lét
slátra höfnum sínum að vanda til
matar -sér og þeim; en þá er hann
bjó-st til ferðar næsta morgun og
brá upp Mjölni og vígði hafur-
stökurnar, er bein liafranna voru
á borin, þá stóð lannar hafurinn
upp haltur á fæti, því Þjálf’i,
bóndasonur, hafði sprett Iniífi
sínum á lærlegginn og brotið til
mergjar. Við það lét Þór brýrn-
ar síga, en bóndi gerðist hræddur
og varð það sátt þeirra, að þau
systkyn, Þjálfi og Röskva skyldu
ganga í þjónustu Þór-s. Það er
gamla sagan, sem einlægt er ný.
Þegar Þór dunar, þá sprettir
Þjálfi á ský til mergjar og skolar
niður vötnum þeirra, og Röskva,
systir lians, tekur til starfa, að
röskva gróður jarðar. Þjálfi
merkir ekki það, sem lykur um og
heldur saman, heldur sá, sem
þvær rækilega. Kenningarnar
eyja þjálfi, þang-s þjálfi er sær, af
því að sær þvær, skolar eyjar og
þang. Þjálf-i er tengð sagnarinn-
ar *þvaga, sa-mdr. þvá, þó, þveg-