Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 99
ÆVARRSKARÐ
95
ir sé nú gleymt eða eldd, þar sera
það liafi verið knnnugt þar í ná-
grenninu fyrir rúmum 50 árum,
niðurstaðan sé því sú, að alger-
lega sé óhætt að strika burtu vafa-
merkið, er hann í fyrri grein sinni
hafi sett til vara.
Þessu lík er meining skjala-
varðarins í nefndum ritgerðum,
er gefa efni til þessara lína.
Þegar eg var unglingur, heyrði
eg sagt frá því að mönnum hefði
ekki komið saman um hvar
Ævarrskarð hefði verið til forna;
nokkrir ætla það verið hafa Ból-
staðarhlíð, en aðrir, einkum Jó-
liannes Guðmundsson, að það væri
Litla-Vatnsskarð. Rök fyrir þess-
um skoðunum heyrði eg ekki og
við það sat; þetta mun hafa verið
um 1873.
SíÖan hefi eg ekkert heyrt um
þetta, þar til eg sá þessar greinir
skjalavarðarins. Merkilegast þótti
mér handrit Jóliannesar, og helzt
þessi setning: ‘ ‘ en þar sem hól-
staÖurinn gamli hafi verið, heiti
enn Evarrstóptir,” og litlu ó-
merkara þótti mér það að Jóhann-
esi var kunnugt um að bærinn
Ævarrskarð var f 1 u 11 u r úr
skriðuhættu. Sannleikurinn er sá,
að eg fyrir mitt leiti þarf sterkari
sannanir en þessa skýrslu Jóhann-
esar, meðan eg veit ekki á hve
réttmætum rökum hann hyggði
hana, eða hvaðan kom honum
þessi saga um hæinn Ævarrskarð
í landi Li tla-Vatnsskarðs ? Eru
nokkrar sannanir fyrir því, að
hann hafi átt kost á að sjá það í
gömlum skrifum, sem aðrir ekki
þektu eða þekkja"? Eða fór hann
eftir munnmælasögum, sem þá
hefðu verið almenningseign, og
því öllum kunnar í nágrenninu?
ESa var þessi skoðun hyggð á
lians eigin rannsókn að þarna
væri Evarrstóptir og loks: Var
svo þessi niðurst-aÖa samkvæm
anda og orðum Landnámu ? er
mun vera það lielzta ef ekki það
eina, sem hægt er að styÖjast við
í þessu efni, hversu sagna fá sem
hún kann að þykja.
Helzt skilst mér blærinn á
skýrslu Jóhannesar sá, að hún sé
fremur bygÖ á munnmælum held-
ur en fornum skjölum, og sé það
réttur skilningur, gjöri eg mig
ekki ánægðan með hana, nema því
að eins að hún ekki komi í and-
stæðu við orð Landnámu, eins og
eg tók fram áður.
Ef liann hyggði álit sitt á forn-
um skrifuðum fræðuý, kemur mér /-vm
það undarlega fyrir, að hann ekki
vitnaði til þeirra í skýrslu sinni,
málinu til styrkingar, og ef hægt
var að sanna hvar Ævarr; eða
Evarrstóptir voru, og vegna hvers
bærinn var fluttur. Um hvað var
þá þráttað? Það er einmitt þræt-
an, sem sannar það hezt að eng-
inn eða hvorug*ur málsparturinn,
gat sannað nokkurn hlut, heldur
hyggðu álit sitt á munnmælum í
breyttum útgáfum, og þessvegna
var liægt að þræta. Eg held helzt
eg vildi líta svo á, að enginn hefði
gert nokkra ítarlega tilraun til
að leita nppi ÆVarrskarð, og all-
ir lifað á munnmælum um langan
aldur og látið þar við sitja.