Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 118
114
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
vor og ge'kk gegnum dvalarstaÖ
þeirra, sem þar eru nokkurn veg-
inn lausir. Allir þögðu og liéldu
kyrru fyrir. En augnaráð þess-
ara manna gekk í gegnum mig
eins og spjót myndu ganga.
Þangað ók eg á bifreið á páska-
daginn í sólskinsdýrð. Hælið er
á fögrum stað, gagnvart Viðey,
klaustureynni fornfrægu og liöfð-
ingjasetrinu. Iiælið befir verið
allmjög stækkað nýlega. Aðsókn-
in er svo raunalega mikil. Ekki
er mér kunnugt um livort þar fæst
bati, nema þá örsjaldan. Geðveiki
er þrálát og mnn vera nálega ó-
læknandi. Augnatillit þessara ó-
gæfubarna tjáði mér frá og sýndi
fjarska örvæntingar og liyldýpi
angistar. Mér v.irtist þarna. fleira
af konum en körlum. Það gæti
verið eðlilegt, eða réttara sagt að
vonum. Konur eru viðkvæmari
og veigaminni en þeir. Og ef svo
væri, sem líklegt virðist, að oft
komi geðveiki af brotnum vonum,
gæti verið sennilegt, að kvenkyn-
ið befði á hálku ástamálanna
fengið af sterkara kyninu þau oln-
bogaskot, sem kom kveneðlinu á
líaldan klaika áttaviltra tilfinn-
inga. Þetta eru aðeins getgátur.
Sá, sem lítur þessa hörmulegu
vesalinga, hlýtur að grípa ran
augun og geta sér til um orsakir.
Sumt er geðveika fólkið af þannig
veikluðu foreldri. Geðbilun geng-
ur f ættir. Annars fer vitfirring-
um fjölgandi í veröldinni, ])ó að
mentun og mannúð sé talin í vexti
°g V>ðgangi. Mér virtist svo, sem
hvert auga þarna hefði sína sér-
stöku æfisögu að segja. Allir
þögðu, að því undanskildu, sem
augun töluðu urn endalausar
harmsakir. —
Einn karlmaður um það bil 25
ára vakti sérstaklega athygli mína,
fríður maður sýnum og höfuðið
vel skapað, jafnvel gáfulegt. Hann
stóð á miðju g'ólfi, tylti sér á tær
með lóðréttum handleggjum, tví-
steig lítið eitt fram og aftur og
horfð.i út og u]>p í bláinn, með
sæluríku augnaráði. Ölvun á-
nægjunnar virtist vera runnin
honum niður í tær og upp í hárs-
rætur. Þessi maður var ljóslitað-
ur á hár og á hörund, norrænn.
Iiann hefir verið með þessu hátt-
arlagi all-lengi. Aumustu vesl-
ingana fékk eg- ekki að sjá, þá sem
voru innilæstir. Læknirinn sagði
mér, að þetta fólk talaði lítið sam-
an, heldur að eins við sjálft sig,
hver einstaklingur, ef nokkuð
væri.
Fáum döguin fyrri liafði eg
komið í Vífilsstaða. hælið, og áður
nokkrum sinnum, er eg var á ferð-
inni. Eg' reyndi enn að skemta
sjúklingunum eina klukkustund.
Það var þegið með einstakri á-
nægju. Salur til samkvæmis er
þar ágætur, tekur alt fólkið, sem
mun vera, með vinnandi lýð, hátt
á öðru hundraði. Alt fcom, sem
vetlingi igat valdið. Þar hefi eg'
séð þakklátust andlit í ræðusal.
Margt þessara manna lítur sæl-
lega út og- enga leit eg þar hrygð-
armynd, búningur góður á fólk-
inu og lífsvon í hverju andliti. En